Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

113. fundur 17. september 2019 kl. 16:00 - 17:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
  • Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir Verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Breyting á opnunartíma íþróttamannvirkja

1908333

Kynning á breyttum opnunartíma íþróttamannvirkja.
Ágústa Rósa Andrésdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja situr fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir tillögu forstöðumanns um breytingar á opnunartíma íþróttamannvirkjanna.
Ráðið bendir á að um tilraunaverkefni er að ræða sem verður endurmetið vorið 2020.


Ágústa Rósa víkur af fundi.

2.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021-2023

1906053

Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum.

Fjármálastjóri kynnir grunnforsendur fjárhagsáætlunarvinnu vegna 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021 til og með 2023 sem taki mið af spá Hagstofu Íslands.

3.Frávikagreining- fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs 2019

1902015

Þorgeir Jónsson fjármálastjóri fer yfir stöðu fjárhagsáætlunar skóla- og frístundasviðs.
Skóla- og frístundaráð þakkar fjármálastjóra góða kynningu á fjárhagsstöðu skóla- og frístundasviðs. Jákvætt er að stofnanir sviðsins séu almennt reknar innan fjárhagsramma það sem af er ári.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00