Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

127. fundur 07. apríl 2020 kl. 16:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Ingunn Ríkharðsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Salbjörg Ósk Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19

2003133

Minnisblað frá framkvæmdastjóra ÍA, sem er yfirlit yfir stöðu einstakra íþróttafélaga í þeim aðstæðum sem nú eru í samfélaginu. Í erindinu kemur fram til hvaða ráða félögin eru að grípa til þess að koma í veg fyrir brottfall iðkenda og að félögin verði fyrir alvarlegu fjárhagslegu tjóni.
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri ÍA kom inn á fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar framkvæmdastjóra ÍA og formönnum félaga innan ÍA fyrir mjög upplýsandi samantekt.
Ráðið telur mikilvægt að fá upplýsingar um stöðuna á fyrstu fundi í júní nk.

Skóla- og frístundaráð tekur vel í beiðni framkvæmdastjóra ÍA um opnun íþróttamannvirkjanna í júnímánuði til þess að koma til móts við lengingu á æfingatímabili íþróttafélaga. Skóla- og frístundaráð telur jákvætt að sé þess kostur að hægt verði að lengja æfingartímabilið og vísar beiðninni í bæjarráð. Áætlaður kostnaður getur numið kr. 1.370.000.

2.Leikskóli hönnun

1911054

Kynning á samningi um hönnun nýs leikskóla á Akranesi og vinnu við samráðsferli.
Ingunn Ríkharðsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í leikskóla og Salbjörg Ósk Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara sitja fundinn undir þennan lið.

Skóla- og frístundaráð fagnar því að ákveðið hafi verið að ganga til samninga um hönnun á nýjum leikskóla og leggur til að stofnaður verði vinnuhópur sem fylgir verkinu eftir allt hönnunartímabilið og sé skipaður starfsmönnum skóla- og frístundasviðs, skipulags- og umhverfissviðs og stjórnendum leikskóla.

Vinnuhópurinn skilar reglulega fundargerðum til skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs.

Vinnuhópurinn gerir tillögu að samráðsvettvangi á hönnunarferlinu.

3.Námsleyfi í leikskólum

2002322

Tillögur að úthlutunarleiðum fyrir vorúthlutun 2020 og mótun hugmynda að úthlutun á komandi hausti.
Ingunn og Salbjörg sitja áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð samþykkir vorúthlutun 2020 vegna náms sjö starfsmanna leikskólanna í leikskólakennarafræðum og lýsir ánægju yfir þeim fjölda sem er í leikskólakennarafræðum á Akranesi.
Ráðið leggur til að halda óbreyttu fyrirkomulagi fyrir haustönn 2020.

4.Ósk um breytingu á skipulagsdegi í leikskólunum vor 2020

2003247

Ósk leikskólastjóra um að gera breytingu á skipulagsdegi þann 14. apríl nk.
Ingunn og Salbjörg sitja áfram fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu leikskólastjóranna um breytingu á skipulagsdegi.

5.Stofnanalóðir - arkitektaútboð

2001204

Kynning á samningi um hönnun skólalóðar Brekkubæjarskóla og Grundaskóla og vinnu við samráðsferli.
Skóla- og frístundaráð fagnar því að ákveðið hafi verið að ganga til samninga um hönnun á lóðum grunnskólanna og leggur til að stofnaður verði vinnuhópur sem fylgir verkinu eftir allt hönnunartímabilið og hann verði skipaður starfsmönnum skóla- og frístundasviðs, skipulags- og umhverfissviðs og stjórnenda grunnskóla.

Vinnuhópurinn skilar reglulega fundargerðum til skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs. Vinnuhópurinn gerir tillögu að samráðsvettvangi á hönnunarferlinu.

Byrjað verður á hönnun lóðar Brekkubæjarskóla og í beinu framhaldi af þeirri vinnu hefst vinna við hönnun lóðar Grundaskóla.

6.Sigurfari - siglingarfélag Akraness

1906113

Erindi Sigurfara, siglingafélags Akraness, vegna húsnæðismála.

Bæjarráð vísaði erindinu til skóla- og frístundaráðs en huga þarf að skammtímalausn sem og framtíðarsýn fyrir Siglingarfélagi Sigurfara á Akranesi.
Skóla- og frístundaráð fagnar uppbyggingu á starfsemi Siglingaklúbbsins Sigurfara og mælir með því að leitað verði leiða til að koma til móts við þarfir klúbbisins og tryggja þannig áframhaldandi uppbyggingu. Erindinu vísað til úrvinnslu hjá sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs.

7.Íþróttahúsið að Jaðarsbökkum- Klefar

2003256

Íþróttahúsið að Jaðarsbökkum- sundklefar.
Skóla- og frístundaráð gerir tillögu að ljósbekkir víki út úr klefum á Jaðarsbökkum til að búa til rými, auk þess eru ljósabekkir ekki í takt við heilsueflandi samfélag.

8.Skátafélag Akraness - umsókn um styrk

1905160

Skóla- og frístundaráð gerir tillögu að samningi við Skátafélag Akraness til þess að styrkja uppbyggingu félagsstarfsins.
Umræða um tillögu að samningi og vísar skóla- og frístundaráð málinu til áframhaldandi vinnu til sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00