Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

132. fundur 03. júní 2020 kl. 16:00 - 19:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Hjördís Dögg Grímarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Erla Ösp Lárusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Heiðrún Janusardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðjón Snær Magnússon áheyrnarfulltrúi ungmenna
  • Guðrún Hjörleifsdóttir varaáheyrnarfulltrúi starfsfólks grunnskóla
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Frístundaheimili- yfirlit yfir starfsemi og framtíðarsýn

2005349

Deildarstjórar kynna starf frístundaheimila og framtíðarsýn.
Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Grundaskóla, Hjördís Dögg Grímarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Grundaskóla, Guðrún Hjörleifsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Brekkubæjarskóla, Erla Ösp Lárusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra í Brekkubæjarskóla, Guðjón Snær Magnússon áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs og Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála sitja fundinn undir þessum lið.

Deildarstjórar frístundaheimilanna Harpa Jónsdóttir, Edda Ósk Einarsdóttir, Bryndís Gylfadóttir og Ívar Orri Kristjánsson kynna frístundastarf.

Skóla- og frístundaráð þakkar deildarstjórum fyrir kynningu sína sem m.a. mun nýtast við vinnu um stefnumótun til framtíðar.

Harpa, Edda Ósk, Bryndís og Guðrún víkja af fundi.

2.Ungt fólk 2020 - rannsókn og greining niðurstöður

2004223

Kynntar niðurstöður Rannsókna og greininga (R&G) á högum og líðan ungs fólks á Akranesi.
Sigurður, Hjördís, Erla Ösp, Heiðrún, Ívar Orri og Guðjón Snær sitja áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar Heiðrúnu Janusardóttir deildarstjóra æskulýðs- og forvarnarmála fyrir kynningu á niðurstöðum. Skóla- og frístundaráð óskar eftir því að stjórnendur viðeigandi stofnanna skili aðgerðaráætlun á fund ráðsins í október.

Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi.

3.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið.

Vinnuhópur með fulltrúum Akraneskaupstaðar og ÍA hefur verið að störfum um nokkurn tíma og hefur kynnt bæjarfulltrúum vinnu sína. Jafnframt kynntu fulltrúar ÍA tillögur sínar um verklag við útdeilingu fjármagns.
Á fundi sínum 28. maí vísaði bæjarráð málinu til frekari umfjöllunar í skóla- og frístundaráði. Ráðið óskar eftir frekari úrvinnslu að hálfu bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00