Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Verklagsreglur um starfsemi leikskóla- endurskoðun
2008109
Endurskoðaðar verklagsreglur lagðar fram til samþykktar.
2.Sumarleyfi leikskólanna 2021
2101138
Anney, Salbjörg og Ragnheiður sitja áfram undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð vísar afgreiðslu um sumarlokun til næsta fundar.
Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi.
Skóla- og frístundaráð vísar afgreiðslu um sumarlokun til næsta fundar.
Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi.
3.Ungt fólk 2020 - rannsókn og greining niðurstöður
2004223
Farið yfir tvær kannanir um hagi og líðan ungmenna á Akranesi og viðbrögð grunnskólanna við þeim.
Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Grundaskóla, Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Brekkubæjarskóla, Guðrún Hjörleifsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Brekkubæjarskóla, Ingibjörg Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Grundaskóla og Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra í Brekkubæjarskóla sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar skólastjórnendum fyrir kynningu og áheyrnarfulltrúum fyrir góða og gagnlega umræðu.
Skóla- og frístundaráð þakkar skólastjórnendum fyrir kynningu og áheyrnarfulltrúum fyrir góða og gagnlega umræðu.
4.Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk liggja fyrir 2020
2101136
Skólastjórar kynna niðurstöður samræmdra prófa.
Áheyrnarfulltrúar sitja áfram undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu á samantekt á niðurstöðum samræmdra prófa.
Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu á samantekt á niðurstöðum samræmdra prófa.
5.Endurhönnun grunnskólalóða
2006227
Kynntar fyrirliggjandi teikningar af hönnun lóða Brekkubæjarskóla og Grundaskóla, jafnframt er kynnt áfangaskipting framkvæmda.
Áheyrnarfulltrúar sitja áfram undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu.
Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi.
Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu.
Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi.
6.Styrkir til menningar- og íþróttamála 2021
2011109
Framhald umræðu frá síðasta fundi.
Skóla- og frístundaráð vísar afgreiðslu styrkja til stjórnar ÍA til samræmis við samþykkt bæjarráðs um endurnýjun samnings Akraneskaupstaðar og ÍA.
7.Menntastefna- endurnýjun
2002069
Skóla- og frístundaráð þakkar sviðsstjóra skóla- og frístundaráð fyrir kynningu á vinnu við endurnýjun á menntastefnu Akraneskaupstaðar.
8.Gjaldskrár 2021
2012274
Kynning á samþykktum gjaldskrám fyrir stofnanir á skóla- og frístundasviði.
Skóla- og frístundaráð vísar tillögum að breytingum til bæjarráðs til samþykktar.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS, FES og VJ).
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS, FES og VJ).
Fundi slitið - kl. 19:00.
Skóla- og frístundaráð samþykkir breytingar á verklagsreglum um starfsemi leikskóla.