Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

152. fundur 19. janúar 2021 kl. 16:00 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Ingibjörg Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Guðrún Hjörleifsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Salbjörg Ósk Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
  • Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Verklagsreglur um starfsemi leikskóla- endurskoðun

2008109

Endurskoðaðar verklagsreglur lagðar fram til samþykktar.
Anney Ágústdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í leikskóla, Salbjörg Ósk Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara og Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskóla sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð samþykkir breytingar á verklagsreglum um starfsemi leikskóla.

2.Sumarleyfi leikskólanna 2021

2101138

Anney, Salbjörg og Ragnheiður sitja áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð vísar afgreiðslu um sumarlokun til næsta fundar.

Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi.

3.Ungt fólk 2020 - rannsókn og greining niðurstöður

2004223

Farið yfir tvær kannanir um hagi og líðan ungmenna á Akranesi og viðbrögð grunnskólanna við þeim.
Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Grundaskóla, Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Brekkubæjarskóla, Guðrún Hjörleifsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Brekkubæjarskóla, Ingibjörg Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Grundaskóla og Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra í Brekkubæjarskóla sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar skólastjórnendum fyrir kynningu og áheyrnarfulltrúum fyrir góða og gagnlega umræðu.

4.Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk liggja fyrir 2020

2101136

Skólastjórar kynna niðurstöður samræmdra prófa.
Áheyrnarfulltrúar sitja áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu á samantekt á niðurstöðum samræmdra prófa.

5.Endurhönnun grunnskólalóða

2006227

Kynntar fyrirliggjandi teikningar af hönnun lóða Brekkubæjarskóla og Grundaskóla, jafnframt er kynnt áfangaskipting framkvæmda.
Áheyrnarfulltrúar sitja áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu.

Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi.

6.Styrkir til menningar- og íþróttamála 2021

2011109

Framhald umræðu frá síðasta fundi.
Skóla- og frístundaráð vísar afgreiðslu styrkja til stjórnar ÍA til samræmis við samþykkt bæjarráðs um endurnýjun samnings Akraneskaupstaðar og ÍA.

7.Menntastefna- endurnýjun

2002069

Skóla- og frístundaráð þakkar sviðsstjóra skóla- og frístundaráð fyrir kynningu á vinnu við endurnýjun á menntastefnu Akraneskaupstaðar.

8.Gjaldskrár 2021

2012274

Kynning á samþykktum gjaldskrám fyrir stofnanir á skóla- og frístundasviði.
Skóla- og frístundaráð vísar tillögum að breytingum til bæjarráðs til samþykktar.

Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS, FES og VJ).

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00