Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

155. fundur 02. mars 2021 kl. 16:00 - 18:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Jaðarsbakkar 1 - hönnun

2006228

Hluti fundarmanna sóttu fundinn á fjarfund.

Kynning á stöðu hönnunar á fyrsta hluta að Jaðarsbökkum.
Sameiginlegur dagskrárliður Skóla-og frístundaráðs og Skipulags- og umhverfisráðs, jafnframt sátu fundinn undir þessum dagskrárlið bæjarfulltrúarnir Kristinn Hallur Sveinsson, Einar Brandsson, Rakel Óskarsdóttir, Ólafur Adolfsson, Valgarður Lyngdal Jónsson, Elsa Lára Arnardóttir.

Þórður Guðjónsson formaður starfshóps um hönnun 1.áfanga á Jaðarsbökkum fór yfir minnisblað starfshópsins dagsett 19.2.2021. Gunnar Borgarsson arkitekt fór síðan yfir stöðu hönnunar mannvirkisins eins og hún stendur í dag.

Skóla- og frístundaráð samþykkir fyrirliggjandi hönnunargögn og að þau verði notuð í áframhaldandi hönnun mannvirkis. Jafnframt tekur Skóla- og frístundaráð undir þau sjónarmið sem fram koma í minniblaði starfshóps um framhald verkefnisins er lúta að hlutverki núverandi starfshóps í hönnunarferli og því að sérstök bygginganefnd verði stofnuð þegar framkvæmd fer af stað.
Skóla- og frístundaráð leggur því til við bæjarráð að framlengja vinnutímabil starfshópsins þar til hönnun er lokið og í framhaldinu að leggja fram sérstakt erindsbréf bygginganefndar þegar framkvæmdir hefjast.

Starfshópur, arkitektar, bæjarstjóri, skipulags- og umhverfisráð og bæjarfulltrúar víkja af fundi.

2.Stytting vinnuvikunnar - erindi foreldraráðs leikskólanna á Akranesi

2102340

Erindi frá foreldraráði leikskólanna á Akranesi.
Anney Ágústdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í leikskóla kemur inn á fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir erindið og vísar því áfram í bæjarráð til upplýsinga.

Anney víkur af fundi.

3.Niðurgreiðsla vegna dvalar barna hjá dagforeldrum 2021

2010176

Umfjöllun um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögur að hækkun niðurgreiðslu til dagforeldra upp í kr. 70.000 miðað við fulla vistun, til samþykktar í bæjarráð þar sem hækkunin rúmast innan fjárheimildar 2021.

4.Innritun í grunnskóla 2021

2102109

Innritun í grunnskóla á Akranesi hefur farið fram.

Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS, FES og VJ).

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00