Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

173. fundur 04. október 2021 kl. 08:00 - 10:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Heiðrún Janusardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ívar Orri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Forvarnarmál Akraneskaupstaðar

1906107

Verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarnarmála á Akranesi fer yfir stöðu forvarnarmála.
Miðvikudaginn 6. október 2021 verður Forvarnardagurinn haldinn í grunn- og framhaldsskólum landsins.
Heiðrún Janusardóttir og Ívar Orri Kristjánsson taka sæti á fundinum.

2.Ungmennaþing Vesturlands

2108137

Ívar kynnir fyrirhugað ungmennaþing á vegum SSV en skipulagning þingsins er á ábyrgð Akraneskaupstaðar. Þingið verður haldið á Lýsuhóli á vorönn 2021. Þingið er hugsað fyrir ungmenni 14 - 25 ára.

3.Ungmennahús - erindi ungmennaráðs

2104256

Kynning á framvindu verkefnisins.
Búið er að skoða húsnæðið og margar hugmyndir komið fram varðandi dagstarf Þorpsins og kvöldstarf Hvíta hússins.
Nýlega er búið að tæma húsnæðið.
Vonast er til að formleg opnun verði fljótlega.

4.Ungmennaráð 2021

2104146

Mönnun ungmennaráðs og starfsáætlun
Verið er að ganga frá síðustu tilnefningum í ungmennaráðið.
Skipa þarf áheyrnarfulltrúa í skóla- og frístundaráð og fulltrúa í starfshópa.


Skóla- og frístundaráð þakkar Heiðrúnu og Ívari fyrir kynningu og yfirferð á liðum 1-4.

Heiðrún og Ívar Orri víkja af fundi.

5.Gjaldskrár 2022

2109170

Fjárhagsáætlunargerð - gjaldskrár.
Lagt fram til umræðu.

6.Dagforeldrar - starfshættir

1908107

Kynning á erindi frá þjónustuþega.
Lagt fram til umræðu.

7.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Samningur Akraneskaupstaðar og ÍA um rekstur og samskipti gildir til 31. desember 2021.
Í samningi segir að það sé vilji beggja aðila að vinna að gerð nýs samnings til lengri tíma og sú vinna hefjist haust 2021.
Skóla- og frístundaráð tilnefnir eftirfarandi fulltrúa til þess að vinna með ÍA að endurskoðun samnings við Akraneskaupstað: Valgarð Lyngdal Jónsson fulltrúa meirihluta og Söndru Margréti Sigurjónsdóttur fulltrúa minnihluta.

Fundi slitið - kl. 10:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00