Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Leikskóli Skógarhverfi, Asparskógar 25
2008156
Kynning á stöðu framkvæmda við byggingu nýs leikskóla.
Skóla- og frístundaráð þakkar fulltrúum skipulags- og umhverfissviðs, Sigurði Páli Harðarsyni og Alfreð Þór Alfreðssyni fyrir kynninguna.
Eftirfarandi aðilar yfirgefa fundinn: Sigurður Páll, Alfreð Þór og Ingunn.
Stjórnendur leikskólans Akrasels taka sæti á fundinum:
Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri og Guðrún Bragadóttir aðstoðarleikskólastjóri.
Vera Knútsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri og Guðrún Bragadóttir aðstoðarleikskólastjóri.
Vera Knútsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2.Akrasel - ytra mat
2112131
Kynning á matsskýrslu Menntamálastofnunar þar sem fjallað um ytra mat á leikskólanum Akraseli á Akranesi. Matið er gert á grundvelli
17. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008. Matið var framkvæmt af Guðrúnu Samúelsdóttur og Ingu Dóru Jónsdóttur og fór fram á vettvangi 13.-17. september 2021. Áður hafði farið fram gagnaöflun og undirbúningur. Teknir voru fyrir eftirfarandi matsþættir: leikskólinn og umhverfi hans, stjórnun, uppeldis- og menntastarf, skólabragur og samskipti, foreldrasamstarf og ytri tengsl, skólaþjónusta og sérkennsla og innra mat.
17. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008. Matið var framkvæmt af Guðrúnu Samúelsdóttur og Ingu Dóru Jónsdóttur og fór fram á vettvangi 13.-17. september 2021. Áður hafði farið fram gagnaöflun og undirbúningur. Teknir voru fyrir eftirfarandi matsþættir: leikskólinn og umhverfi hans, stjórnun, uppeldis- og menntastarf, skólabragur og samskipti, foreldrasamstarf og ytri tengsl, skólaþjónusta og sérkennsla og innra mat.
Skóla- og frístundaráð þakkar stjórnendum Akrasels fyrir kynninguna á Ytra mati Menntamálastofnunar á starfi leikskólans og óskar starfsmönnum leikskólans til hamingju með góða niðurstöðu í úttektinni.
Allir áheyrnarfulltrúar víkja af fundi.
3.Grundaskóli - uppbygging
2103323
Erindisbréf starfshóps sem fylgir eftir framkvæmdunum við endurbætur á Grundaskóla, lagt fram til afgreiðslu.
Skóla- og frístundaráð samþykkir erindisbréf vegna starfshóps sem fylgir eftir endurbótum á Grundaskóla.
4.Einelti og samskipti
2112015
Á 179. fundi sínum þann 7. desember samþykkti skóla- og frístundaráð að stofna starfshóp sem hefur það hlutverk að rýna í styrkleika og tækifæri til umbóta innan skóla- og frístundastarfs varðandi samskipti og einelti. Endurskoða verklag og verkferla og nýta til þess færustu sérfræðinga í málefninu. Markmið með verkefninu er að allar stofnanir okkar búi áfram yfir öflugum viðbragðsáætlunum og verkfærum til þess að styrkja félagsfærni barna og ungmenna og tryggt sé að þverfaglegt samstarf sé innan samfélagsins til þess að ná þessum árangri.
Drög að erindisbréfi lagt fram til umræðu.
Drög að erindisbréfi lagt fram til umræðu.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að gengið verði frá þeim drögum að erindisbréfi sem lögð voru fyrir fundinn.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti: BD, RBS, SMS, DH, VJ.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss og umsjónarmaður fasteigna.
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna:
Íris Guðrún Sigurðardóttir leikskólastjóri og Guðrún Sigvaldadóttir.
Einnig sat Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri Garðasels fundinn undir þessum lið.