Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

185. fundur 01. mars 2022 kl. 16:00 - 18:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Hrafnhildur Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Guðrún Hjörleifsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Íris Guðrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Guðrún Sigvaldadóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
  • Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Guðrún Gísladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Heiðrún Janusardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður sat fundinn á gegnum fjarfundarbúnaðinn TEAMS.

Sameiginlegur skóla- og frístundaráðs og velferðar-og mannréttindaráðs.

Eftirfarandi fulltrúar velferðar- og mennréttindaráðs sátu fundainn: Kristinn Hallur Sveinsson, Anna Þóra Þorgilsdóttir og Einar Brandsson.
Bæjarstjórn, skipulags- og umhverfisráð, starfsmenn skrifstofu velferðar- og mannréttindasviðs og stýrihópi um barnvænt sveitarfélag var boðið að sitja fundinn.

1.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

2110054

Sameiginlegt mál skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs um innleiðingu laga um samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir fróðlega og góða kynningu og góðar umræður.

Skóla-og frístundaráð fagnar þeim áfanga að innleiðing á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna er hafinn og lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað.

Skóla- og frístundaráð tekur undir með starfsmönnum skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs að mikilvægt er að náið og árangursríkt samstarf verði við stofnanir og aðra aðila sem koma að málefnum barna og veita farsældarþjónustu í sveitarfélaginu. Hvort sem hann er hluti af stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélags eða einkaaðili sem veitir slíka þjónustu, t.d. á grundvelli þjónustusamnings. Til þjónustuveitenda teljast t.d. leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögregla, félagsþjónusta og barnavernd.

Skóla- og frístundaráð leggur til að stefnt verði að sameiginlegum fundi ráða um málið í apríl, þá verði einnig öðrum aðilum boðið til fundarins sem veita farsældarþjónustu í sveitarfélaginu.
Ráðið óskar eftir að stýrihópur leggi fram drög að kostnaðaráætlun við innleiðingu á samþættingu á þjónustu vegna farsældar barna á fundinum í apríl.

2.Samþættig á þjónustu við börn - samstarf um innleiðingu

2202057

Akraneskaupstað barst erindi frá Barna- og fjölskyldustofu þar sem sveitarfélaginu er boðið að taka þátt í innleiðingarhóp ásamt nokkrum sveitarfélögum. Í því felst m.a. að Barna- og fjölskyldustofa verður með þétta samvinnu við sveitarfélagið, markvissari og umfangsmeiri handleiðsla, fræðsla og stuðningur auk þess sem auk vænst er samstarfs um upplýsingagjöf verði þéttari en annarra sveitarfélaga
Skóla- og frístundaráð fagnar því að sveitarfélagið taki þátt í innleiðingarhóp um samstarfi um innleiðingu samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í samstarfi við Barna- og fjölskyldustofu. Ráði leggur áherslu á að aðrir sem veita farsældarþjónustu í sveitarfélaginu verði einnig aðilar að samstarfinu þannig að innleiðing á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna verði árangursrík.

3.Jöfnunarsjóður - framlag til að samþætta þjónustu sveitarfélagsins í þágu barna 2022

2202116

Nýlega var sett Reglugerð nr. 1455/2021 um framlög til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna á árinu 2022.

Framlögin verða veitt í gengum Jöfnunarsjóð og hefur ráðherra mennta- og barnamálaráðherra samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs um áætluð framlög til sveitarfélaga, sem byggja á reglugerðinni. Skipting fjárframlaga byggir á niðurstöðu vinnuhóps um útreikning framlaga sem tekur mið af eftirfarandi fjórum breytum sem hafa jafnt vægi:

Fjöldi barna í hverju sveitarfélagi
Fjöldi barna með stuðning í skólum
Fjöldi barna á lágtekjuheimilum
Fjöldi barna af erlendum uppruna

Áætlað framlag til Akraneskaupstaðar á árinu 2022 er kr. 21.043.170 til að mæta kostnaði vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna. Þetta er 1,913% af heildarframlagi Jöfnunarsjóðs á árinu. Sjá nánar á stjornarradid.is
Skóla- og frístundaráð óskar eftir að stýrihópur leggi fram drög að kostnaðaráætlun við innleiðingu á samþættingu á þjónustu vegna farsældar barna á fundinum í apríl.  Einnig óskar ráðið eftir tillögum stýrihóps um nýtingu framlags Jöfnunarsjóðs á árinu 2022 og annars áætlaðs kostnaðar við innleiðingu á samþættingu á þjónustu vegna farsældar barna.

4.Barnvænt sveitarfélag

2110012

Sameiginlegt mál skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs um innleiðingu á verkefninu Barnvænt sveitarfélag.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir fróðlega og áhugarverða kynningu.

Ráðið leggur áherslu á að áhrif innleiðingarinnar gæti á öllum sviðum stjórnsýslunnar og sem víðast í sveitarfélaginu.

Ráðið leggur til að stefnt verði að sameiginlegum fundi ráða um málið í apríl.

5.Fundargerðir 2021 - stýrihópur um barnvænt samfélag

2110192

Kynntar fundargerðir stýrihóps um barnvænt samfélag.
Fundargerð samþykkt með rafrænum hætti.
BD,RBS, SMS, DH, VJ.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00