Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026
2207107
Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála kemur inn á fundinn undir þessum lið og kynnir stöðuna í málaflokknum og fjárhagsáætlunarvinnuna framundan.
Skóla- og frístundaráð þakkar Kristjönu Helgu fyrir skýra og góða yfirferð á vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2023.
2.Skipulagsdagar leikskólanna 2022 - 2023 - breytingar
2209063
Leikskólastjórar á Vallarseli, Teigaseli og Akraseli óska eftir tilfærslu á skipulagsdögunum 2. janúar og 11. apríl vegna fyrirhugaðra náms- og kynnisferða starfsfólks leikskólanna á vormánuðum.
Vallarsel og Teigasel óska eftir að færa þá til 19. apríl og 21. apríl en Akrasel til 26. maí og 30. maí.
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Vallarsel og Teigasel óska eftir að færa þá til 19. apríl og 21. apríl en Akrasel til 26. maí og 30. maí.
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögur leikskólastjóra Akrasels, Vallarsels og Teigasels um tilfærslu skipulagsdaga á vorönn 2023.
Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi.
3.Reglur um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum - endurskoðun
2209178
Skóla- og frístundaráð vill hefja endurskoðun á reglum um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum. Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.
4.Bæjarstjórn unga fólksins 2022
2209179
Tillaga að dagsetningu fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði haldinn 15. nóvember 2022.
5.Fundargerðir 2022 - Samfélagsmiðstöð Dalbraut 8 - stýrihópur
2203032
Fundargerðir stýrihóps um samfélagsmiðstöð að Dalbraut 8 lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:00.