Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

202. fundur 26. október 2022 kl. 17:00 - 20:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
  • Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Íþróttahúsið Vesturgötu - kjallari

2210155

Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði, Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð leggur til að Ásbjörn, Daníel og Guðmunda vinni frumhönnun á mögulegri nýtingu kjallara íþróttahússins á Vesturgötu fyrir framtíðar notkun til íþróttaiðkunar. Ráðið vísar endanlegri ákvörðun til skipulags- og umhverfisráðs.
Ásbjörn víkur af fundi.

2.ÍA - rekstur, samskipti og samningur 2022-2026

2204124

Erindi frá aðildarfélögum ÍA.

Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Guðrmundu og Daníel fyrir kynningu á erindum frá aðildarfélögum ÍA - Hestamannafélaginu Dreyra, Ungmennafélaginu Skipaskaga, Hnefaleikafélagi Akraness, Sundfélagi Akraness og Siglingaklúbbnum Sigurfara. Ráðið leggur til að óskirnar verði teknar til skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlunargerð og vísar erindinu til bæjarráðs.
Guðmunda víkur af fundi.

3.Íþróttamannvirki - tillaga að skipuriti

2210154

Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja situr fundinn undir þessum lið og kynnir tillögu að skipuriti fyrir íþróttamannvirkin.
Skóla- og frístundaráð tekur undir tillögur forstöðumanns íþróttamannvirkja og vísar þeim til bæjarráðs.

4.Íþróttamannvirki - fjárhagsáætlunargerð 2023

2210153

Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja fer yfir áherslur í tengslum við fjárhagsáætlun 2023 í samræmi við tillögur að nýju skipuriti.
Skóla- og frístundaráð tekur undir báðar tillögur forstöðumanns íþróttamannvirkja og vísar þeim til bæjarráðs.

5.Erindi frá Knattspyrnufélagi ÍA

2210176

Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja situr fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
Daníel víkur af fundi.

6.Reglur um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum - endurskoðun

2209178

Endurskoðun á reglum um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2022 - menningar- og safnanefnd

2201006

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir að gögn sem liggja til grundavallar ákvarðanatökum séu sýnileg í fundagátt.

Fundi slitið - kl. 20:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00