Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Íþróttahúsið Vesturgötu - kjallari
2210155
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði, Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð leggur til að Ásbjörn, Daníel og Guðmunda vinni frumhönnun á mögulegri nýtingu kjallara íþróttahússins á Vesturgötu fyrir framtíðar notkun til íþróttaiðkunar. Ráðið vísar endanlegri ákvörðun til skipulags- og umhverfisráðs.
Ásbjörn víkur af fundi.
2.ÍA - rekstur, samskipti og samningur 2022-2026
2204124
Erindi frá aðildarfélögum ÍA.
Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA sitja fundinn undir þessum lið.
Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Guðrmundu og Daníel fyrir kynningu á erindum frá aðildarfélögum ÍA - Hestamannafélaginu Dreyra, Ungmennafélaginu Skipaskaga, Hnefaleikafélagi Akraness, Sundfélagi Akraness og Siglingaklúbbnum Sigurfara. Ráðið leggur til að óskirnar verði teknar til skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlunargerð og vísar erindinu til bæjarráðs.
Guðmunda víkur af fundi.
3.Íþróttamannvirki - tillaga að skipuriti
2210154
Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja situr fundinn undir þessum lið og kynnir tillögu að skipuriti fyrir íþróttamannvirkin.
Skóla- og frístundaráð tekur undir tillögur forstöðumanns íþróttamannvirkja og vísar þeim til bæjarráðs.
4.Íþróttamannvirki - fjárhagsáætlunargerð 2023
2210153
Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja fer yfir áherslur í tengslum við fjárhagsáætlun 2023 í samræmi við tillögur að nýju skipuriti.
Skóla- og frístundaráð tekur undir báðar tillögur forstöðumanns íþróttamannvirkja og vísar þeim til bæjarráðs.
5.Erindi frá Knattspyrnufélagi ÍA
2210176
Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja situr fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
Daníel víkur af fundi.
6.Reglur um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum - endurskoðun
2209178
Endurskoðun á reglum um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.
Lagt fram til kynningar.
7.Fundargerðir 2022 - menningar- og safnanefnd
2201006
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir að gögn sem liggja til grundavallar ákvarðanatökum séu sýnileg í fundagátt.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir að gögn sem liggja til grundavallar ákvarðanatökum séu sýnileg í fundagátt.
Fundi slitið - kl. 20:30.