Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Málefni leikskólastigsins
2110146
Erindi frá starfshópi, skipuðum fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Félagi leikskólakennara, um betri vinnutíma á leikskólum.
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna sitja fundinn undir þessum lið. Fulltrúi foreldra leikskólabarna boðaði forföll.
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna sitja fundinn undir þessum lið. Fulltrúi foreldra leikskólabarna boðaði forföll.
Erindi lagt fram til kynningar.
2.Erindi frá ÍA - sundlaug framtíðarsýn
2210186
Framkvæmdarstjóri og formaður ÍA óska eftir samtali við ráðið um framtíðarsýn varðandi sundlaugar.
Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA og Hrönn Ríkharðsdóttir formaður ÍA fylgja málinu eftir. Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja situr einnig fundinn undir þessum lið.
Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA og Hrönn Ríkharðsdóttir formaður ÍA fylgja málinu eftir. Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja situr einnig fundinn undir þessum lið.
Fulltrúar Íþróttabandalags Akraness fyrir hönd Sundfélags Akraness óska eftir að fjallað verði um og kynnt framtíðarsýn varðandi uppbyggingu á Jaðarsbökkum og þá sér í lagi uppbyggingu á sundlaugum. Skóla- og frístundaráð þakkar Hrönn, Guðmunudu og Daníel fyrir komuna og gott samtal. Ráðið mun taka umræðu um framtíðarsýn varðandi uppbyggingu sundlaugarmannvirkjanna meðal bæjarfulltrúa.
Fundi slitið - kl. 10:00.