Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Leikskóli Skógarhverfi, Asparskógar 25
2008156
Ósk stjórnenda Garðasels um auka skipulagsdag/a vegna flutninga í nýjan leikskóla í janúar. Alfreð Alfreðsson og áheyrnarfulltrúar leikskólanna sátu fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að bæta við einum skipulagsdegi í leikskólanum Garðaseli þegar kemur að því að flytja alla starfsemina yfir í nýja húsnæðið.
Alfreð og áheyrnarfulltrúar leikskólanna yfirgefa fundinn.
2.Rafíþróttafélag á Akranesi
2207126
Kynning á samkomulagi um afnot ÍA-RAF af íþróttahúsinu á Vesturgötu - sal 2 á Þekjunni. Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð fagnar því að tekist hefur að finna rafþróttafélaginu ÍA-RAF rými í íþróttamannvirkjum bæjarins og óskar félaginu velfarnaðar í starfi.
3.Íþróttalíf á Akranesi - bæjarstjórn unga fólksins
2211129
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri, Ívar Orri Krisjánsson forstöðumaður Þorpsins, Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir góðar ábendingar er varða íþróttalíf á Akranesi. Ráðið ræddi um opnunartíma íþróttamannvirkja, fyrirkomulag frístundastyrkja og aðgengi að íþróttum og íþróttamannvirkjum. Skóla- og frístundaráð felur forstöðumanni íþróttamannvirkja að koma með tillögur að breytingum á opnunartíma mannvirkjanna.
Heiðrún, Ívar, Daníel og Guðmunda víkja af fundi
4.Húsnæðisáætlun 2023
2209033
Til kynningar árleg húsnæðisáætlun fyrir HMS. Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri fylgir málinu eftir.
Húsnæðisáætlun 2023 lögð fram til kynningar. Skóla- og frístundaráð þakkar Valdísi fyrir góða yfirferð.
Valdís víkur af fundi.
5.Fundargerðir 2022 - menningar- og safnanefnd
2201006
114. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 19. desember 2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
6.Styrkir til menningartengdra verkefna árið 2023
2212093
Menningar- og safnanefnd vísar breytingartillögum á reglum vegna styrkumsókna á sviði menningarmála til skóla- og frístundaráðs.
Skóla- og frístundaráð fellst á breytingartillögur menningar- og safnanefndar og vísar reglunum til samþykktar í bæjarstjórn.
Fundi slitið - kl. 10:20.