Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Farsæld barna - skipulagt og farsælt frístundastarf fyrir alla
2208151
Stöðumat unnið af Guðrúnu Þórbjörgu Sturlaugsdóttur fyrir styrk frá Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi.
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri forvarna og frístunda fylgir málinu eftir.
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri forvarna og frístunda fylgir málinu eftir.
Skóla- og frístundaráð þakkar Heiðrúnu fyrir góða yfirferð og Guðrúnu Þórbjörgu fyrir vinnslu á stöðumatinu í tengslum við farsælt frístundastarf.
2.Innanbæjarstrætó
2110009
Viðvera starfsmanns í frístundastrætó á álagstímum frá kl. 13:30-15:45 á starfstíma grunnskólanna.
Björn Breiðfjörð Gíslason, verkefnastjóri á skiðulags- og umhverfissviði og Heiðrún Janusardóttir sitja fundinn undir þessum lið.
Björn Breiðfjörð Gíslason, verkefnastjóri á skiðulags- og umhverfissviði og Heiðrún Janusardóttir sitja fundinn undir þessum lið.
Til að gera sem flestum börnum- og ungmennum kleift að nýta frístundastrætó til iðkunar íþrótta- og tómstundastarfs telur skóla- og frístundaráð mikilvægt að gert sé ráð fyrir viðveru starfsmanns til m.a. að aðstoða yngstu börnin í að nota strætó. Viðvera þessi verði á álagstímum frá kl. 13:30-15:45 á starfstíma grunnskólanna. Skóla-og frístundaráð samþykkir að visa málinu til bæjarráðs þar sem óskað er eftir viðauka til að mæta kostnaði við viðveru starfsmanns í frístundabílum á árinu 2023. Skóla- og frístndaráð leggur til að Þorpið hafi umsjón með þessari starfsemi og að gert ráð fyrir henni í fjárframlögum til Þorpsins.
3.Skóla- og frístundasvið - lykiltölur skólárið 2022-2023
2301133
Samantekt á lykiltölum frá stofnunum á skóla- og frístundasviði.
Áheyrnarfulltrúar grunnskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúar grunnskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.
4.Andleg heilsa - bæjarstjórn unga fólksins
2211130
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri forvarna og frístunda, Ívar Orri Krisjánsson forstöðumaður Þorpsins og áheyrnarfulltrúar grunnskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir greinargott erindi um mikilvægi þess að Akraneskaupstaður stuðli að og efli enn frekar umræðu, fræðslu og forvarnir í tengslum við andlega heilsu barna og ungmenna. Skóla- og frístundaráð telur mikilvægt að fá yfirlit yfir þau geðræktarverkefni og þjónustu sem stendur börnum og ungmennum til boða í samfélaginu og felur Farsældarteymi Akraneskaupstaðar í samstarfi við ungmennaráð að kortleggja þau og koma með tillögur að umbótum.
5.Valgreinar - bæjarstjórn unga fólksins
2211133
Heiðrún Janusardóttir, Ívar Orri Kristjánsson og áheyrnarfulltrúar grunnskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir góðar og málefnalegar ábendingar varðandi aukin tækifæri til fjölbreytts samstarfs á milli grunnskólanna. Ráðið hvetur ungmennaráð og skólastjórnendur til að eiga frekara samtal um erindið.
6.Fundargerðir 2023 - menningar- og safnanefnd
2301006
115. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 11. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:00.