Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.KFÍA - málefni
2211228
Ósk KFÍA um sumarstarfsmenn.
Eggert Herbertsson situr fundinn undir þessum lið.
Eggert Herbertsson situr fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Eggerti fyrir komuna og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
Eggert víkur af fundi
2.Endurskipulagning Vinnuskólans
2209221
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri og Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri kynna nýjar handbækur Vinnuskólans í kjölfar endurskipulags.
Skóla- og frístundaráð þakkar Heiðrúnu og Jóni fyrir vandaða vinnu í tengslum við endurskipulag og góða kynningu. Ráðið fagnar því að Vinnuskólinn sé núna samstarfsverkefni mennta- og menningarsviðs og skipulags- og umhverfissvið en unnið hefur verið að því í þó nokkurn tíma.
Heiðrún og Jón víkja af fundi.
3.Kirkjuhvoll - ósk um nýtingu á húsnæði
2303163
Erindi frá Arnbjörgu Stefánsdóttur skólastjóra Brekkubæjarskóla um nýtingu á Kirkjuhvoli fyrir listgreinakennslu skólaárið 2023-2024. Elsa Lára Arnardóttir aðstoðarskólastjóri fylgir málinu eftir.
Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til bæjarráðs.
Elsa Lára víkur af fundi.
4.Fundir um úthlutun og ráðstöfun fjármuna fyrir alla í grunnskóla
2303162
Sviðsstjóri upplýsir ráðið um efni fundarins sem haldinn var í Hjálmakletti í Borgarnesi 20.marr.
Lagt fram til kynningar.
5.Samstarf um innleiðingu farsældarlaga
2303064
Samstarfssamningur mennta- og barnamálaráðuneytis og Akraneskaupstaðar.
Akraneskaupstaður óskaði eftir frekari fjárveitingu vegna innleiðingar farsældarlaga í ljósi þess hlutverks sem sveitarfélagið hefur tekið að sér sem frumkvöðlasveitarfélag. Mennta- og barnamálaráðuneyti samþykkti beiðnina og sendi fyrirliggjandi samning sem hefur verið undirritaður og samþykktur af báðum aðilum.
Akraneskaupstaður óskaði eftir frekari fjárveitingu vegna innleiðingar farsældarlaga í ljósi þess hlutverks sem sveitarfélagið hefur tekið að sér sem frumkvöðlasveitarfélag. Mennta- og barnamálaráðuneyti samþykkti beiðnina og sendi fyrirliggjandi samning sem hefur verið undirritaður og samþykktur af báðum aðilum.
Lagt fram til kynningar.
6.Starf verkefnastjóra farsældar
2302087
Þann 30. september nk. rennur út tímabundinn ráðningarsamningur verkefnastjóra innleiðingar farsældarþjónustu og barnvæns samfélags. Akraneskaupstaður er leiðandi sveitarfélag á landinu í innleiðingu laganna og fyrirmynd annarra sveitarfélaga í nálgun og verklagi. Innleiðingarfasi laganna spannar 3-5 ár og hefur verkefnastjóri leitt verkefnið áfram af fagmennsku og útsjónasemi sem eftir er tekið.
Skóla- og frístundaráð telur grunnforsendu þess að halda áfram metnaðarfullri og árangursríkri innleiðingu; laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og verkefnisins barnvænt sveitarfélag að tryggja áfram stöðu verkefnastjóra færsældar. Í næsta fasa innleiðingarinnar verður horft til þess að samþætta enn frekar farsældarþjónustu við börn 0-18 ára og fjölskyldur þeirra í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar. Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að samþykkja áframhaldandi starf verkefnastjóra farsældar og vísar málinu til bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 18:30.