Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag Jaðarsbakkar
2304154
Skipulagslýsing Jaðarsbakka fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á Jaðarsbökkum.
Bréf Íþróttabandalags Akraness um framtíðarsýn Jaðarsbakka vegna vinnu að deiliskipulagstillögu lagt fram ásamt samþykkt bæjarráðs er varðar fyrirkomulag vegna skipulagsvinnu á Jaðarsbökkum.
Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi fylgir málinu eftir.
Bréf Íþróttabandalags Akraness um framtíðarsýn Jaðarsbakka vegna vinnu að deiliskipulagstillögu lagt fram ásamt samþykkt bæjarráðs er varðar fyrirkomulag vegna skipulagsvinnu á Jaðarsbökkum.
Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi fylgir málinu eftir.
Skóla- og frístundaráð þakkar Höllu Mörtu fyrir góða yfirferð á málinu en afgreiðslu þess er frestað til næsta fundar ráðsins.
Halla Marta víkur af fundi.
2.Hinsegin Vesturland 2022 - fræðslusamningur o.fl.
2202102
Fyrirhugaður fræðslusamningur milli Samtakana ´78 og Akraneskaupstaðar.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að ganga frá drögum að samningi í samræmi við umræður fundarins og leggja þau fyrir bæjarráð til endanlegrar afgreiðslu.
Fundi slitið - kl. 17:30.