Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

230. fundur 20. desember 2023 kl. 16:00 - 17:20 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Heiðrún Janusardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Fundargerðir 2023 - menningar- og safnanefnd

2301006

Fundargerðir menningar- og safnanefndar frá 124.-127. fundi.

Lagt fram til kynningar.

2.Mánaðayfirlit 2023

2303108

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri kynnir rekstraryfirlit fyrir málaflokkin janúar-október 2023.
Skóla- og frístundaráð þakkar Kristjönu Ólafsdóttur fyrir greinargóða kynningu.
Kristjana víkur af fundi.

3.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins

2205146

Mál lagt fram til umræðu um næstu skref uppbyggingar í ljósi framlagðrar fjárhagsáætlunar.
Áætlað er að uppbygging Samfélagsmiðstöðvar haldi áfram árið 2024 með útboði á byggingarrétti á Dalbraut 8. Þegar eru hafnar framkvæmdir við undirbúning lóðar. Ástand á byggingamarkaði getur haft áhrif á tímasetningu útboðs. Akraneskaupstaður mun í útboðinu gera ráð fyrir að kaupa jarðhæð byggingarinnnar, fyrir Samfélagsmiðstöð, sem hýsa mun Þorpið, Hver og Fjöliðjuna og mun söluverð byggingaréttar ganga til kaupa á þeim hluta hússins. Fjármagn hefur verið áætlað í verkið frá og með 2025 og gert er ráð fyrir að fá húsnæðið afhent til innréttingar 2026.

Fundi slitið - kl. 17:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00