Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

235. fundur 06. mars 2024 kl. 08:00 - 11:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Vilborg Guðný Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Ingunn Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Íris Guðrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Hjörvar Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Starfshópur um bæjarhátíð Írskra daga

2310108

Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri forvarna- og frístundamála kynnti vinnu starfshóp um bæjarhátíðina írska daga.
Skóla- og frístundaráð þakkar Heiðrúnu fyrir góða yfirferð á stöðu verkefnisins.
Heiðrún víkur af fundi.

2.Innritun í leikskóla 2024

2403024

Um miðjan mars fer fram innritun í leikskóla á Akranesi fyrir starfsárið 2024-2025. Áheyrnarfulltrúar leikskóla sitja fundinn undir þessum lið.
Með vísan í reglur um innritun í leikskóla á Akranesi hefur skóla- og frístundaráð ákveðið viðmiðunaraldur yngstu barna við innritun í leikskóla haustið 2024. Foreldrar barna fædd til og með 30.júní 2023 geta sótt um fyrir börn sín og verður þeim úthlutað leikskólaplássi fyrir næsta skólaár.

Fyrirséð er umtalsverð og áframhaldandi fjölgun íbúa í bæjarfélaginu. 107 börn útskrifast úr leikskólum Akraneskaupstaðar í vor og miðað við uppgefin innritunaraldur bíða 127 börn eftir leikskólaplássi í haust. Til að mæta fjölgun leikskólabarna hefur bæjarráð fallist á að ráðist verði í byggingu tveggja lausra leikskóladeilda. Er það mat skóla- og frístundaráðs eftir samráð við leikskólastjóra að heppilegast sé fjölga deildum við leikskólann Teigasel. Með því að fara þá leið tekst að jafna fjölda leikskólaplássa í leikskólum bæjarins og koma betur til móts við óskir foreldra. Teigasel verður þá 5 deilda leikskóli, sem gefur aukin tækifæri í skipulagi og samsetningu barnahópa leikskólanna.

Ef til þess kemur að nýju deildirnar verði ekki tilbúnar til notkunar í ágúst er búið að tryggja leikskólastarfinu annað hentugt húsnæði til afnota.

3.Búnaðarkaup leikskóla

2403025

Leikskólastjórar leggja fram lista yfir búnaðarþörf vegna fyrirhugaðrar fjölgunar leikskóladeilda.
Skóla- og frístundaráð vísar forgangsröðuðum búnaðarlista vegna fjölgunar leikskóladeilda til afgreiðslu í bæjarráð.
Anney Ágústsdóttir, Ingunn Sveinsdóttir, Íris Sigurðardóttir, Vilborga Valgeirsdóttir og Hjörvar Gunnarsson áheyrnarfulltrúar leikskóla víkja af fundi.

4.Menntastefna Akraneskaupstaðar - innleiðing

2403007

Fyrirkomulag innleiðingar menntastefnu lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Ægisbraut - afnot af túni fyrir frjálsar íþróttir

2401271

Erindi frá Skipaskaga um notkun á grænu svæði við Ægisbraut.



Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu í skóla- og frístundaráð, þar sem um er að ræða beiðni um aðstöðu fyrir íþróttastarfsemi.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að boða stjórn Umf. Skipaskaga til samtals um beiðnina á næsta fund ráðsins.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00