Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

240. fundur 22. maí 2024 kl. 08:00 - 11:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
  • Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Anna María Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Hjörvar Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Ragnheiður Helgadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Maren Ósk Elíasdóttir verkefnastjóri
  • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
  • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Foreldrafélög grunnskólanna - reglubundið samráð við skóla- og frístundaráð

2312018

Reglubundið samtal fulltrúa foreldrafélaga grunnskólanna og skóla- og frístundaráðs fer fram tvisvar á ári, í maí og desember.



Ólöf Helga Jónsdóttir, Anna María Þórðardóttir, Marsibil Björk Eiríksdóttir, Kristín Kötterheinrich og G. Erna Valentínusdóttir sátu fundinn undir þessum dagskrárlið ásamt Heiðrúnu Janusardóttur verkefnastjóra frístunda- og forvarnarmála.
Skóla- og frístundaráð þakkar fulltrúum foreldrafélaga grunnskólanna fyrir komuna og gagnlegt samtal. Rætt var um framtíðarsýn mötuneytismála og fyrirkomulag gjaldfrjálsra skólamáltíða. Fulltrúar foreldra leggja áherslu á mikilvægi þess að gjaldfrjálsar skólamáltíðir komi ekki niður á gæðum. Jafnframt var rætt um endurnýjun búnaðar í íþróttahúsinu á Vesturgötu og þörf fyrir strætóskýli við biðstöðina á Háholti ásamt foreldrafræðslu og nauðsyn þess að tryggja fjármagn til uppbyggingar skólalóðar Grundaskóla eftir að framkvæmdum lýkur á svæðinu.

2.Mánaðayfirlit 2024

2403044

Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri fer yfir rekstrarstöðu málaflokksins fyrstu þrjá mánuði ársins 2024.
Skóla- og frístundaráð þakkar Kristjönu fyrir góða yfirferð.

3.Framkvæmdir við mannvirki á skóla- og frístundasviði - reglubundið yfirlit

2402214

Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði kynnir stöðu framkvæmda á skóla- og frístundasviði.
Framkvæmdir á mannvirkjum á skóla- og frístundasviði ganga almennt vel og eru á áætlun. Skóla- og frístundaráð þakkar Önnu Maríu fyrir greinargóða kynningu.

4.Skráningardagar 2024-2025

2405048

Skóla- og frístundaráð lagði til á síðasta fundi sínum að foreldrum leikskólabarna yrði send einföld spurningakönnun til þess að kanna viðhorf þeirra til áframhaldandi skráningardaga skólaárið 2024 til 2025. Niðurstöður þeirrar könnunar verða lagðar fram til kynningar.



Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Hjörvar Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Niðurstöður könnunar kynnt fyrir skóla- og frístundaráði og áheyrnarfulltrúum leikskóla. Niðurstöður voru mjög jákvæðar fyrir áframhaldandi skráningardögum. Vinna þarf nánar með útfærslu skráningadaga, s.s. bjóða fleiri daga, meiri sveigjanleika og í hvaða mánuði gjaldfrelsið tekur til. Leikskólarnir eru að vinna að samræmdu leikskóladagatali til að auka á fyrirsjáanleika skráningardaga. Sviðsstjóra og verkefnastjóra er falið að koma með mótaða tillögu að fyrirkomulagi skráningardaga fyrir 2024-2025 á næsta fund skóla- og frístundaráðs.

5.Jaðarsbakkar 1 - hönnun íþróttamiðstöðvar

2006228

Á fundi skóla- og frístundaráðs þann 7. febrúar s.l. fól ráðið sviðsstjóra og forstöðumanni íþróttamannvirkja í samstarfi við framkvæmdarstjóra ÍA mótun verklagsreglna um nýtingu og umgengni við nýja íþróttahúsið á Jaðarsbökkum. Gert var ráð fyrir að drögum yrði skilað til umsagnar í skóla- og frístundaráð á vormánuðum. Hér er til kynningar og umræðu fyrstu drög að notkun, nýtingu og úthlutn rýmis í nýju íþróttahúsi að Jaðarsbökkum.



Gyða Bergþórsdóttir formaður ÍA, Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja og Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.

Kynnt voru drög að verklagsreglum um nýtingu nýja íþróttahússins á Jaðarsbökkum sem nær til sameiginlegra rýma, klefa og skrifstofuaðstöðu. Sviðsstjóra og forstöðumanni íþróttamannvirkja falið að vinna málið áfram.

6.Mötuneyti grunnskóla - framtíðarsýn

2405056

Skóla- og frístundaráð vinnur að gerð verkefnisáætlunar um framtíðarsýn í mötuneytismálum grunnskólanna með það m.a. að markmiði að greina áskoranir, kostnað og tækifæri við gjaldfrjálsar skólamáltíðir ásamt því að vinna enn frekar í átt að fjölbreytni og gæðum skólamáltíða.

Kynnt voru drög að verkefnisáætlun um framtíðarsýn mötuneyta grunnskólanna. Sviðsstjóra og fjármálastjóra falið að vinna málið áfram.

7.Menntastefna Akraneskaupstaðar - innleiðing

2403007

Innleiðing menntastefnu Akranskaupstaðar gengur vel. Stýrihópur leggur til breytingatillögur er snúa að tímalengd stefnunnar ásamt orðalagsbreytingum og sameiningu markmiða.
Skóla- og frístundaráð samþykkir breytingartillögur stýrihóps um innleiðingu menntastefnu og vísar stefnunni til afgreiðslu i bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00