Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

241. fundur 05. júní 2024 kl. 08:00 - 11:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
  • Hjörvar Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri
  • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Fundargerðir starfshóps um skipulag Jaðarsbakka

24052281

Lögð er fram til kynningar fundargerð starfshóps um skipulag Jaðarsbakka. Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri fylgir málinu eftir.
Lagt fram. Skóla- og frístundaráð þakkar Valdísi Eyjólfsdóttur fyrir yfirferðina.
Valdís víkur af fundi.

2.Innanbæjarstrætó - Breytingar 2024

24052253

Erindi frá stjórnendum leik- og grunnskóla á Akranesi þar sem óskað er eftir að aksturshlé strætó að morgni og leiðarkerfi verði tekið til endurskoðunar til að mæta betur þörfum bæjarbúa og skólanna. Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð þakkar stjórnendum leik- og grunnskólanna fyrir að vekja athygli á málinu og tekur undir mikilvægi þess að úrbætur verði skoðaðar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025. Ráðið leggur einnig áherslu á mikilvægi samráðs við börn, ungmenni og foreldra í aðdraganda þeirrar vinnu.

3.Skráningardagar 2024-2025

2405048

Lögð er fram tillaga að fyrirkomulagi skráningardaga fyrir skólaárið 2024-2025 þar sem leitast hefur verið við að mæta ábendingum foreldra sem fram komu í viðhorfskönnun um skráningardaga. Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Hjörvar Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Tilraunaverkefnið um skráningardaga í leikskólum Akraneskaupstaðar hefur reynst mjög vel og verið lykilþáttur í því að mæta kjarasamningsbundnum rétti leikskólastarfsfólks um styttingu vinnuvikunnar. Tilkoma skráningardaga hefur gert það að verkum að tekist hefur að halda úti gæða leikskólastarfi án skerðinga allt starfsárið. Skráningardagar fela í sér að foreldrar skrá börn sín sérstaklega ef þau hyggjast nýta sér þjónustu leikskólans á skilgreindum skráningardögum. Með því er hægt að skipuleggja leikskólastarfið fyrirfram og gera starfsfólki kleift að nýta þá daga til að taka út uppsafnaða styttingu vinnuvikunnar.
Skóla- og frístundaráð telur mikilvægt að halda verkefninu áfram og leggur til eftirfarandi útfærslu fyrir skólaárið 2024-2025: Skráningardagar verði 10 á starfsárinu, vetrarfrí grunnskólanna í október (2 dagar), í kringum jól og áramót (3 dagar), vetrarfrí grunnskólanna í febrúar (2 dagar) og í Dymbilviku (3 dagar). Ráðið leggur jafnframt til að sú nýbreyttni verði höfð á að foreldrum standi til boða að velja úr 14 dögum, þeim 10 sem nefndir eru hér að ofan auk fjögurra daga í kringum fimmtudags- og páskafrí sem vinsælir hafa verið til frítöku. Foreldrar sem ekki nýta þjónustu leikskólans alla 10 skráningardagana fá nóvember mánuð gjaldfrjálsan (greiðsla í desember). Þau sem nýta þjónustuna að einhverju leyti þessa skilgreindu skráningardaga fá einungis felld niður leikskólagjöld sem nemur þeim dögum í mánuði sem fjarvera er. Skráningar eru bindandi og þurfa að berast leikskólastjóra eigi síðar en 30. september ef foreldar hyggjast nýta gjaldfrelsi í nóvember 2024.
Skóla- og frístundaráð leggur einnig til viðbót við tilraunaverkefnið sem felst í skráningu í vistun á föstudögum eftir kl. 14.00. Þá verður farið fram á við foreldra að þau skrái börn sín sérstaklega ef þau hyggjast nýta sér þjónustu leikskóla eftir kl.14:00 á föstudögum. Skv. gr. 3.3 í Verklagsreglum um starfsemi leikskóla á Akraneskaupstaðar býðst foreldrum að kaupa styttri vistunartíma á föstudögum og eru gjöld felld niður sem því nemur. Miðað er við að skráning gildi eins og aðrar breytingar á vistunartíma þ.e. gilda eigi skemur en þrjá mánuði. Ef engin skráning á sér stað er litið svo á að barnið sé í vistun til kl. 14.00 á föstudögum frá og með 1. september 2024.

Skóla- og frístundaráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna víkja af fundi.

4.Tónlistarskóli - gjaldskrá 2024

2406014

Ný gjaldskrá Tónlistaskólans á Akranesi var samþykkt í bæjarstjórn 12. desember 2023 og tekur gildi við upphaf skólaárs í haust. Kynnt er tillaga að breytingum á gjaldskránni. Rut Berg Guðmundsdóttir skólastjóri TOSKA tekur sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að samþykktar verði framlagðar tillögur skólastjórnenda að breytingum á gjaldskrá TOSKA. Felast þær í viðbótar gjaldaliðum, forskóla II, Suzukinámi og útfærslu á söngnámi.
Rut Berg víkur af fundi.

5.Vetrarfrí grunnskólanna - niðurstöður könnunar 2024

2406015

Niðurstöður foreldrakönnunar um fyrirkomulag vetrarfría í grunnskólum á Akranesi lagðar fram til kynningar. Svarað var fyrir um 50% grunnskólabarna á Akranesi og vilja 66% svarenda óbreytt fyrirkomulag þ.e. tvo daga að hausti og tvo daga að vori. Um 10% svarenda vilja alla fjóra vetrarfrísdagana samliggjandi þá ýmist að vori eða hausti. Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri frístunda- og forvarnarmála fylgir málinu eftir inn á fundinum.
Lagt fram til kynningar.

6.Írskir dagar 2024

2405054

Erindi frá Heiðrúnu Janusardóttur verkefnastjóra frístunda- og forvarnarmála og Sólveigu Sigurðardóttur deildarstjóra farsældarþjónustu barna þar sem óskað er eftir viðbótarfjárveitingu vegna útivaktar Þorpsins og aukavaktar barnaverndar á írskum dögum. Ekki er hægt að mæta auknum tilkostnaði vegna þessa af áætluðu fjármagni málaflokkanna fyrir árið 2024.
Fram kemur í skýrslu starfshóps um bæjarhátíðina Írska daga að á undanförnum árum hefur orðið aukning á áhættuhegðun ungmenna á hátíðinni þar sem notkun áfengis og vímuefna, slagsmál og útigangur hefur færst í vöxt. Þá hafa foreldrar einnig sýnt af sér óæskilega hegðun og vanrækslu á börnum af sambærilegum ástæðum. Hátíðin fer fram dagana 4.-7. júlí n.k.

Skóla- og frístundaráð telur mikilvægt að bregðast við þeim ógnunum sem upp hafa komið á Írskum dögum og tekur því jákvætt í þær úrbætur sem hér eru lagðar fram, bæði í formi útivaktar Þorpsins og viðbótar bakvaktar barnaverndarþjónustu.

Viðbótarkostnaður skv. kostnaðaráætlun samtals kr. 449.624, vegna útivaktar Þorpsins á Írskum dögum, rúmast innan fjárheimilda skóla- og frístundasviðs - deild 04020 og samþykkir skóla- og frístundaráð því beiðnina.

Málinu er vísað til kynningar í bæjarráð.
Heiðrún víkur af fundi.

7.Nýtt íþróttahús á Jaðarsbökkum - nýting

2406016

Sviðsstjóri og forstöðumaður íþróttamannvirkja fara yfir tillögur að nýtingu og úthlutun rýma í nýja íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Framkvæmdarstjóri ÍA situr einnig fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögur að nýtingu og úthlutun rýma í nýja íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum og óskar eftir því að forstöðumaður íþróttamannvirkja og framkæmdarstjóri ÍA kynni tillögurnar fyrir þeim aðildarfél0gum sem koma til með að nýta húsið. Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra og forstöðumanni íþróttamannvirkja að útfæra nánar tillögur að starfsmannahaldi í húsinu.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00