Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Fundargerðir starfshóps um skipulag Jaðarsbakka
24052281
Fundargerð 5. fundar starfshóps um skipulag Jaðarsbakka lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
2.Heilsuefling eldra fólks
2402299
Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar skóla- og frístundaráðs á fundi sínum þann 25. júlí 2024.
Bæjarráð gerir ráð fyrir að málið koma svo að nýju fyrir fund bæjarráðs þann 15. ágúst nk.
Bæjarráð gerir ráð fyrir að málið koma svo að nýju fyrir fund bæjarráðs þann 15. ágúst nk.
Skóla- og frístundaráð lýsir yfir ánægju með framlagða tillögu um samstarf Akraneskaupstaðar og ÍA um heilsueflingu eldra fólks á Akranesi. Um er að ræða mikilvægt verkefni sem miðar að því að bæta heilsu, rjúfa einangrun og efla lífsgæði eldra fólks. Verkefnið fellur vel að stefnu Akraneskaupstaðar í öldrunarþjónustu, heildarstefnu Akraneskaupstaðar, áherslum Heilsueflandi samfélags og vilja Akraneskaupstaðar til að verða íþróttasveitarfélag. Skóla- og frístundaráð tekur undir að stýring og utanumhald um heilsueflingu eldra fólks sé best fyrir komið hjá ÍA. Ráðið leggur til að verkefnið verði lagt upp sem tilraunarverkefni út árið 2025 með endurmati við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026. Ráðið leggur jafnframt til að verkefnið verði unnið í nánu samstarfi skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs þar sem íþrótta- og tómstundastarf fyrir öll æviskeið heyrir undir málaflokk skóla- og frístundamála hjá Akraneskaupstað.
3.Mötuneyti grunnskóla - framtíðarsýn
2405056
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 27. júní 2024 að óskað yrði eftir tilboðum í aðkeypta ráðgjafarvinnu vegna verkefnisins. Málið komi að nýju fyrir bæjarráð er tilboð hafa borist.
Þá óskaði bæjarráð eftir því að skóla- og frístundaráð útfæri tillögu varðandi fyrirkomulag gjaldfrjálsra skólamáltíða sem teknar verða upp á komandi skólaári sbr. fyrirliggjandi samþykkt vegna kjarasamninga frá mars sl. sem ætlað er að gilda til loka mars 2028 (vorönn 2028).
Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Þá óskaði bæjarráð eftir því að skóla- og frístundaráð útfæri tillögu varðandi fyrirkomulag gjaldfrjálsra skólamáltíða sem teknar verða upp á komandi skólaári sbr. fyrirliggjandi samþykkt vegna kjarasamninga frá mars sl. sem ætlað er að gilda til loka mars 2028 (vorönn 2028).
Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að vinna tillögur að fyrirkomulagi gjaldfrjálsra skólamáltíða í takt við umræður á fundinum og í samráði við skólastjórnendur.
Sigurður Arnar Sigurðsson víkur af fundi.
4.Brekkubæjarskóli - starfsemi 2024
2408016
Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri kynnir fyrirhugaðar breytingar á stundatöflum skólans. Áheyrnarfulltrúar Brekkubæjarskóla sitja fundinn undir þessum fundarlið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Arnbjörgu fyrir kynningu á tillögu um breytingar á stundatöflum skólans fyrir skólaárið 2024-2025 og samþykkir þær fyrr sitt leyti. Ráðið óskar eftir að fá upplýsingar um framvindu málsins eftir að foreldrum og starfsfólki hafa verið kynntar tillögurnar.
Áheyrnarfulltrúar Brekkubæjarskóla víkja af fundi.
5.Úttekt matseðla leikskóla vor 2024
2408014
Skóla- og frístundasvið lét framkvæma úttekt á matseðlum leikskóla Akraneskaupstaðar í júní 2024. Niðurstöður eru hér kynntar.
Leikskólastjórarnir Anney Ágústsdóttir, Ingunn Sveinsdóttir og Íris G. Sigurðardótti sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Leikskólastjórarnir Anney Ágústsdóttir, Ingunn Sveinsdóttir og Íris G. Sigurðardótti sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Heilt yfir kom úttekt á matseðlum leikskólanna vel út. Leikskólastjórar munu bregðast við tillögum um úrbætur með matráðum og starfsfólki. Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir kynninguna og gagnlegt samtal.
Anney Ágústsdóttir og Íris G. Sigurðardóttir víkja af fundi.
6.Garðasel - ósk um viðbótarfjárveitingu vegna fjölgun fatahólfa
2408015
Erindi frá skólastjóra Garðasels um viðbótarfjárveitingu vegna kaupa á fatahólfum til að mæta fjölgun barna í leikskólanum.
Ingunn Sveinsdóttir leikskólastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Ingunn Sveinsdóttir leikskólastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð vísar erindinu til afgreiðslu hjá bæjarráði.
7.Framkvæmdir við mannvirki á skóla- og frístundasviði - reglubundið yfirlit
2402214
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fer yfir stöðu framkvæmda á skóla- og frístundasviði.
Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA situr fundinn undir fundarliðum 7 og 8.
Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA situr fundinn undir fundarliðum 7 og 8.
Skóla- og frístundaráð þakkar Sigurði Páli fyrir yfirferðina. Ráðið fagnar því sérstaklega að vinna við íþróttahúsið á Vesturgötu hefur gengið vel og verður íþróttasalurinn tekinn í notkun um mánaðarmótin ágúst/september.
8.Keilufélag Akraness - húsnæðismál
2311273
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti ráðinu stöðu framkvæmda í keilusalnum.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir upplýsingum um verk- og tímaáætlun í tengslum við framkvæmdir við keilusalinn. Málið verður tekið fyrir í skipulags- og umhverfisráði mánudaginn 12. ágúst n.k.
Fundi slitið - kl. 10:15.