Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Bíóhöllin - Rekstrarsamningur 2023
2310110
Menningar- og safnanefnd vinnur að endurskoðun rekstrarsamnings um Bíóhöllina og vísar málinu til umfjöllunar í skóla- og frístundaráð.
Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri menningar- og safnamála situr fundinn undir dagskrárliðum 1 og 2.
Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri menningar- og safnamála situr fundinn undir dagskrárliðum 1 og 2.
Skóla- og frístundaráð þakkar Veru Líndal fyrir yfirferðina. Ráðið tekur undir með menningar- og safnanefnd um að upplegg endurnýjunar samnings snúi fyrst og fremst aðgengi mennta- og menningarstofnana að húsinu og búnaði. Skóla- og frístundaráð gerir ráð fyrir að fá málið aftur til umfjöllunar eftir samtal við rekstraraðila og öflun frekari gagna um rekstur hússins.
2.Árshlutauppgjör 2024
2405132
Kristjana H. Ólafsdóttir frjármálastjóri fer yfir árshlutauppgjör og forsendur fjárhagsáætlunar 2025.
Skóla- og frístundaráð þakkar fjármálastjóra fyrir góða yfirferð á stöðu málaflokksins.
Kristjana víkur af fundi.
3.Málefni leikskólastigsins 2024
2402212
Sviðsstjóri leggur fram lykiltölur um fjölda barna í leikskólum Akraneskaupstaðar.
Lagt fram til kynningar.
4.Stefnumótun Akraneskaupstaðar
2209259
Umfjöllun skóla- og frístundaráðs um stefnumótun Akraneskaupstaðar.
Skóla- og frístundaráð fjallaði um aðgerðaráætlun í tengslum heildarstefnu kaupstaðarins. Sviðsstjóra er falið að koma umræðum og tillögum ráðsins til stýrihóps um heildarstefnumótun Akraneskaupstaðar.
5.Vinnuskólinn 2024
2403177
Skýrsla vinnuskóla Akraness fyrir árið 2024 lögð fram ásamt minnisblaði.
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri frístunda- og forvarnamála situr fundinn undir þessum lið ásamt Jóni Arnari Sverrissyni garðyrkjustjóra.
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri frístunda- og forvarnamála situr fundinn undir þessum lið ásamt Jóni Arnari Sverrissyni garðyrkjustjóra.
Skóla- og frístundaráð þakkar Jóni Arnari og Heiðrúnu fyrir greinargóða umfjöllun um málefni Vinnuskólans, hvað hefur gengið vel og hvar tækifæri eru til úrbóta. Líkt og fram kemur í framlögðum gögnum þarf að rýna starfsemi Vinnuskólans enn betur til að ná fram markmiðum í samþykktri handbók Vinnuskólans. Skóla- og frístundaráð leggur til að fulltrúar skóla- og frístundasviðs og skipulags- og umhverfissviðs fari í slíka greiningarvinnu og skili tillögum til viðkomandi fagráða snemma á nýju ári.
Heiðrún og Jón Arnar víkja af fundi.
6.Eldra íþróttahús á Jaðarsbökkum - nýting
2409203
Umfjöllun um nýtingu á eldra íþróttahúsi (bragganum) þegar nýtt íþróttahús á Jaðarsbökkum verður tekið í notkun.
Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA og Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA og Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð fagnar framkomnum hugmyndum um nýtingum á eldra íþróttahúsi á Jaðarsbökkum þegar núverandi starfsemi flyst í nýtt hús. Vilji ráðsins stendur til að skoða af fullri alvöru að koma starfsemi Klifurfélagsins fyrir í hluta salarins og að gert verði ráð fyrir starfsemi félagsins í framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar. Sviðsstjóra er falið að taka málið áfram með skipulags- og umhverfissviði. Skóla- og frístundaráð mun vinna framkomnar hugmyndir að frekari nýtingu á íþróttahúsinu í samstarfi við forstöðumann íþróttamannvirkja og Íþróttabandalag Akraness.
7.Fundargerðir 2024 - menningar- og safnanefnd
2401006
Fundargerð 137. fundar menningar- og safnanefndar kynnt.
Lögð fram til kynningar. Skóla- og frístundaráð fagnar frumkvæði frá áhugasömum aðila um rekstur kaffisölu á safnasvæðinu.
Fundi slitið - kl. 11:00.