Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

247. fundur 02. október 2024 kl. 08:00 - 10:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
  • Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri tónlistarskóla
  • Ragnheiður Helgadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Maren Ósk Elíasdóttir verkefnastjóri
  • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
  • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
  • Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Eftirlitsskýrsla - Brekkubæjarskóli

24052265

Niðurstöður heimsóknar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands í Brekkubæjarskóla 12. september s.l. kynntar.
Eftirlitsskýrsla lögð fram til kynningar. Niðurstaða eftirlits er að ekki varð vart við hávaða eða vond loftgæði í heimsókninni en vond loftgæði voru á öðru vinnusvæðinu sem er aflokað. Jafnframt er bent á að rakatæki gætu reynst hjálpleg einstaklingum sem finna fyrir óþægindum í þurru lofti.

2.Mötuneyti grunnskóla - framtíðarsýn

2405056

Sviðsstjóri kynnir fyrir skóla- og frístundaráði stöðu verkefnisins. Fyrstu drög að útboðsskjali lögð fram til kynningar og umfjöllunar.

Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir dagskrárliðum 2 og 4.
Skóla- og frístundaráð hefur engar athugasemdir við framlagt skjal og felur sviðsstjóra og fjármálastjóra að vinna málið áfram í samráði við skólastjórnendur. Ráðið leggur til að málið fari næst til umfjöllunar í bæjarráði.

3.Tónberg- endurnýjun á búnaði

2309310

Erindi frá skólastjóra Tónlistarskóla Akraness varðandi ástand ljósabúnaðar í Tónbergi, kaup á tækjabúnaði ásamt þörf fyrir uppfærslu á flyglum skólans.

Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri og Alfreð Þ. Alfreðsson rekstrarstjóri Áhaldahúss sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Jónínu og Alfreð fyrir góðar umræður um málefni Tónlistarskólans - fyrirhugaðar endurbætur á loftræsikerfi og kennslustofum skólans og erindi skólastjóra. Ráðið óskar eftir frekari gögnum um útfærslu og áfangaskiptingu í tengslum við endurnýjun á ljósabúnaði í Tónbergi og uppfærslu/endurnýjun á flyglum. Fyrirhuguð kaup á tækjabúnaði rúmast innan fjárheimilda skólans.
Jónína og Alfreð víkja af fundi.

4.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028

2406142

Gjaldskrár fyrir árið 2025.
Drög að gjaldskrám lagðar fram til kynningar.
Kristjana víkur af fundi.

5.Íþróttamannvirki - stöðugildi 2025

2409339

Tillaga forstöðumanns íþróttamála og íþróttamannvirkja um framtíðarskipulag og fjölda stöðugilda í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar.

Daníel S. Glad og Guðmunda Ólafsdóttir sitja fundinn undir dagskrárliðum 5 og 6.
Skóla- og frístundaráð þakkar forstöðumanni íþróttamannvirkja fyrir góðar tillögur. Þær taka mið af árstíðarbundnum verkefnum og aldri iðkenda ásamt skilgreindum hlutverkum notenda/leigjenda hússanna. Skóla- og frístundaráð samþykkir framlagðar tillögur fyrir sitt leyti og vísar þeim til umræðu í bæjarráði.

6.Jaðarsbakkar 1 - hönnun íþróttamiðstöðvar

2006228

Bókun skipulags- og umhverfisráðs um fjölgun á föstum körfuboltakörfum í nýja íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum kynnt. Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri fylgir málinu eftir.

Bókin ráðsins er svo hljóðandi: Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fjölga föstum körfuboltakörfum um 6 í nýju íþróttahúsi á Jaðarsbökkum.
Skóla- og frístundaráð fagnar ákvörðun skipulags- og umhverfisráðs.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00