Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Eftirlitsskýrsla - Brekkubæjarskóli
24052265
Niðurstöður heimsóknar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands í Brekkubæjarskóla 12. september s.l. kynntar.
Eftirlitsskýrsla lögð fram til kynningar. Niðurstaða eftirlits er að ekki varð vart við hávaða eða vond loftgæði í heimsókninni en vond loftgæði voru á öðru vinnusvæðinu sem er aflokað. Jafnframt er bent á að rakatæki gætu reynst hjálpleg einstaklingum sem finna fyrir óþægindum í þurru lofti.
2.Mötuneyti grunnskóla - framtíðarsýn
2405056
Sviðsstjóri kynnir fyrir skóla- og frístundaráði stöðu verkefnisins. Fyrstu drög að útboðsskjali lögð fram til kynningar og umfjöllunar.
Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir dagskrárliðum 2 og 4.
Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir dagskrárliðum 2 og 4.
Skóla- og frístundaráð hefur engar athugasemdir við framlagt skjal og felur sviðsstjóra og fjármálastjóra að vinna málið áfram í samráði við skólastjórnendur. Ráðið leggur til að málið fari næst til umfjöllunar í bæjarráði.
3.Tónberg- endurnýjun á búnaði
2309310
Erindi frá skólastjóra Tónlistarskóla Akraness varðandi ástand ljósabúnaðar í Tónbergi, kaup á tækjabúnaði ásamt þörf fyrir uppfærslu á flyglum skólans.
Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri og Alfreð Þ. Alfreðsson rekstrarstjóri Áhaldahúss sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri og Alfreð Þ. Alfreðsson rekstrarstjóri Áhaldahúss sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Jónínu og Alfreð fyrir góðar umræður um málefni Tónlistarskólans - fyrirhugaðar endurbætur á loftræsikerfi og kennslustofum skólans og erindi skólastjóra. Ráðið óskar eftir frekari gögnum um útfærslu og áfangaskiptingu í tengslum við endurnýjun á ljósabúnaði í Tónbergi og uppfærslu/endurnýjun á flyglum. Fyrirhuguð kaup á tækjabúnaði rúmast innan fjárheimilda skólans.
Jónína og Alfreð víkja af fundi.
4.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028
2406142
Gjaldskrár fyrir árið 2025.
Drög að gjaldskrám lagðar fram til kynningar.
Kristjana víkur af fundi.
5.Íþróttamannvirki - stöðugildi 2025
2409339
Tillaga forstöðumanns íþróttamála og íþróttamannvirkja um framtíðarskipulag og fjölda stöðugilda í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar.
Daníel S. Glad og Guðmunda Ólafsdóttir sitja fundinn undir dagskrárliðum 5 og 6.
Daníel S. Glad og Guðmunda Ólafsdóttir sitja fundinn undir dagskrárliðum 5 og 6.
Skóla- og frístundaráð þakkar forstöðumanni íþróttamannvirkja fyrir góðar tillögur. Þær taka mið af árstíðarbundnum verkefnum og aldri iðkenda ásamt skilgreindum hlutverkum notenda/leigjenda hússanna. Skóla- og frístundaráð samþykkir framlagðar tillögur fyrir sitt leyti og vísar þeim til umræðu í bæjarráði.
6.Jaðarsbakkar 1 - hönnun íþróttamiðstöðvar
2006228
Bókun skipulags- og umhverfisráðs um fjölgun á föstum körfuboltakörfum í nýja íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum kynnt. Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri fylgir málinu eftir.
Bókin ráðsins er svo hljóðandi: Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fjölga föstum körfuboltakörfum um 6 í nýju íþróttahúsi á Jaðarsbökkum.
Bókin ráðsins er svo hljóðandi: Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fjölga föstum körfuboltakörfum um 6 í nýju íþróttahúsi á Jaðarsbökkum.
Skóla- og frístundaráð fagnar ákvörðun skipulags- og umhverfisráðs.
Fundi slitið - kl. 10:00.