Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028
2406142
Umfjöllun um fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 með áherslu á þá málaflokka sem heyra undir skóla- og frístundaráð.
Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri fylgir málinu eftir.
Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri fylgir málinu eftir.
Skóla- frístundaráð þakkar Kristjönu fyrir gagnlegar upplýsingar um stöðu fjárhagáætlunarvinnu fyrir árið 2025.
Kristjana víkur af fundi.
2.Tómstundaframlag - vinnumhópur um endurskoðun
2312220
Tillögur að fyrirkomulagi tómstundaframlags lagðar fram til kynningar og umræðu.
Lagt fram til kynningar. Skóla- og frístundaráð mun fjalla áfram um málið á næsta fundi ráðsins.
3.KFÍA - Vallarhús
2410228
KFÍA óskar eftir samtali við Akraneskaupstað um nýtingu á Vallarhúsi.
Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja situr fundinn undir dagskrárliðum 3-5 og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA undir dagskrárliðum 3 og 4.
Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja situr fundinn undir dagskrárliðum 3-5 og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA undir dagskrárliðum 3 og 4.
Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra og framkvæmdarstjóra ÍA frekara samtal við KFÍA um hugmyndir þeirra um framtíð Vallarhússins.
4.FIMÍA - beiðni um búnaðarkaup
2410229
Beiðni til skóla og frístundaráðs um búnaðarkaup fyrir Fimleikafélag Akraness.
Fram kemur í erindi FIMÍA að mikill ágangur hefur verið á tækjabúnað félagsins, sérstaklega dansgólf, vegna aukinnar og óvæntrar nýtingar á fimleikahúsinu vegna lokunar á íþróttahúsinu á Vesturgötu. Um er að ræða nemendur skóla og leikskóla auk annarrar íþróttastarfsemi. Jafnframt bendir félagið á að ekki hafi verið lokið við að fullbúa húsið eftir byggingu þess. Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að dansgólf verði endurnýjað ásamt því að fjárfest verði í lendingarbúnaði til að mæta kröfum Fimleikasambands Íslands svo hægt verði að halda Íslandsmót í fimleikahúsinu. Ráðið leggur til að útgjöldum verði mætt með viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð 7.069.748 vegna búnaðarkaupa við fimleikahúsið 4660-06520 og að kostnaði vegna þessa verði mætt með ónýttu fjármagni á launaliðum íþróttahússins á Vesturgötu. Skóla- og frístundaráð vísar málinu til umfjöllunar í bæjarráði.
5.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028
2406142
Umfjöllun um gjaldskrár framhaldið frá síðasta fundi ráðsins.
Skóla- og frístundaráð vísar tillögum ráðsins að breytingum á gjaldskrám málaflokksins til umfjöllunar í bæjarráð.
6.Tónberg- endurnýjun á búnaði
2309310
Skóla- og frístundaráð óskaði eftir frekari gögnum um útfærslu og áfangaskiptingu varðandi endurnýjun á ljósabúnaði í Tónbergi sem hér eru lögð fram.
Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 19:30.