Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

249. fundur 06. nóvember 2024 kl. 08:00 - 11:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Vilborg Guðný Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Ragnheiður Helgadóttir varamaður
  • Ingunn Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Íris Guðrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Maren Ósk Elíasdóttir verkefnastjóri
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
  • Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Mánaðayfirlit 2024

2403044

Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri fer yfir rekstrarstöðu málaflokksins.
Skóla- og frístundaráð þakkar Kristjönu fyrir góða yfirferð
Kristjana víkur af fundi.

2.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028

2406142

Áframhaldandi umræða ráðsins um fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.

3.Tómstundaframlag - vinnumhópur um endurskoðun

2312220

Sviðsstjóri kynnir tillögur að fyrirkomulagi tómstundaframlags fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar.

4.Brekkubæjarskóli - beiðni um viðbótarfjárveitingu vegna búnaðarkaupa

2411021

Skólastjórnendur Brekkubæjarskóla óska eftir viðbótarfjármagni vegna kaupa á tækjum og áhöldum fyrir mötuneyti og heimilisfræðikennslu í Brekkubæjarskóla.



Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri fylgir málinu eftir inn á fundinn.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að Brekkubæjarskóla verði veitt viðbótarfjárveiting að upphæð kr 638.448 til að bregðast við ófyrirséðum útgjöldum vegna heimilisfræðikennslu og flutninga á matvælum fyrir mötuneyti skólans. Umrædd útgjöld eru tilkomið vegna aðstæðna í skólabyggingunni.
Arnbjörg víkur af fundi.

5.Málefni leikskólastigsins 2024

2402212

Stytting vinnuvikunnar í leikskólum í kjölfar gildistöku kjarasamninga 1. nóvember síðast liðinn. Leikskólastjórarnir Anney Ágústdsóttir, Ingunn Sveinsdóttir, Íris G. Sigurðardóttir og Vilborg Valgeirsdóttir sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð þakkar leikskólastjórum fyrir gott og gagnlegt samtal. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.
Leikskólastjórar víkja af fundi.

6.Niðurgreiðsla á árskorti í sund fyrir eldra fólk.

2411002

Öldungaráð Akraneskaupstaðar bókaði á fundi sínum þann 18.10.24 að vísa máli um gjaldtöku vegna árskorta eldri borgara í sundlaugar bæjarfélagsins til umfjöllunar í velferðar- og mannréttindaráði. Í samráði við sviðsstjóra mennta- og menningarsviðs var ákveðið að erindið ætti heima í skóla- og frístundaráði.

Öldungaráð leggur til við Akraneskaupstað að farið verði svipuð leið og Reykjavíkurborg gerir hvað varðar gjaldtöku árskorta fyrir eldri borgara. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar kemur fram að gjald fyrir árskort eldri borgara (67 ) i sundlaugar Reykjavíkur er kr. 4.000.

Ef árskort fyrir eldri borgara á Akranesi yrði lækkað úr kr. 15.760 í kr. 5.000 þá yrði lækkun á innkomu samkvæmt útreikningi Daníels Glad forstöðumanns íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar um kr. 2.500.000 á ársgrundvelli, ef miðað er fjölda keypta árskorta undanfarin ár. Mögulega myndu fleiri eldri borgarar kaupa árskort ef gjaldið lækkar sem myndi draga úr hallanum.

Daníel S. Glad forstöðumaður íþrottamannvirkja situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í erindi Öldungaráðs Akraneskaupstaðar og leggur til við bæjarráð að Akraneskaupstaður taki upp sérstakt árskort fyrir 67 ára og eldri frá og með næstu áramótum. Ráðið leggur til að gjald fyrir slíkt kort verði kr. 5000. Málinu er vísað til umfjöllunar hjá bæjarráði.
Daníel víkur af fundi.

7.Aðgerðaáætlun vegna innleiðingar barnasáttmálans

2411005

Akraneskaupstaður hefur unnið markvisst að innleiðingu verkefnsins Barnvænt Sveitarfélag í samstarfi við UNICEF síðan 2021. Nú liggja fyrir 17 aðgerðir sem stýrihópur verkefnisins hefur forgangsraðað og myndar aðgerðaáætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingar Barnasáttmálans 2023-2025.

Aðgerðaáætlun þessi byggir á niðurstöðum stöðumats sem var framkvæmt frá 2021-2023 ásamt helstu niðurstöðum kortlagningar á velferð og réttindum barna á Akranesi.

Tilgangurinn verkefnisins er m.a. að innleiða verklag í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar sem miðar að því að tryggja réttindi barna og að starfsfólk taki mið að Barnasáttmálanum með hagnýtum hætti.
Skóla- og frístundaráð fagnar þessum góða áfanga og styður fyrirliggjandi aðgerðaráætlun sem tryggir réttindi barna í allri stjórnsýslu Akraneskaupstaðar. Framkvæmd aðgerðaráætlunar er þegar hafin og leggur ráðið áherslu á áframhaldandi framvindu aðgerða með það að markmiði að sveitarfélagið öðlist viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag á árinu 2025.

8.Húsnæðisáætlun 2025

2408258

Húsnæðisáætlun 2025 til kynningar. Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri fylgir málinu eftir.
Skóla- og frístundaráð þakkar Valdísi fyrir greinargóða yfirferð.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00