Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Skátafélag Akraness - endurnýjun samstarfssamnings
2405045
Núverandi samstarfssamningur við Skátafélag Akraness gildir út árið 2024.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að samstarfssamningur Akraneskaupstaðar og Skátafélags Akraness verði framlengdur óbreyttur um eitt ár, þ.e. til loka árs 2025.
2.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2025
2412028
Lagt er til að bæjarstjórnarfundur unga fólksins fari fram þriðjudaginn 4. febrúar 2025.
Skóla- og frístundaráð samþykkir framlagða tillögu.
3.Gjaldskrá frístundadvalar utan lögheimilissveitarfélags
2312219
Endurskoðun á gjaldskrá fyrir árið 2025.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
4.Gjaldskrá Tónbergs, andyri og kennslustofa
2411195
Tillaga að gjaldskrá fyrir Tónberg lögð fram til kynningar og umræðu. Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri tónlistarskólans fylgir málinu eftir.
Skóla- og frístundaráð samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir Tónberg og vísar málinu til afgreiðslu hjá bæjarráði.
Jónína Erna víkur af fundi.
5.Tómstundaframlag - vinnumhópur um endurskoðun
2312220
Fyrirkomulag tómstundaframlaga fyrir árið 2025.
Bæjarráð fól skóla- og frístundaráði að rýna fyrirkomulag og nýtingu tómstundaframlags Akraneskaupstaðar og leggja fram tillögur að hækkun og/eða breytingum á fyrirkomulagi til hagsbóta fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.
Bæjarráð fól skóla- og frístundaráði að rýna fyrirkomulag og nýtingu tómstundaframlags Akraneskaupstaðar og leggja fram tillögur að hækkun og/eða breytingum á fyrirkomulagi til hagsbóta fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar ráðsins.
6.Sundlaugamannvirki - skýrsla
2411185
Skýrsla um sundlaugarmannvirki frá Sundsambandi Íslands.
Lagt fram til kynningar.
7.Stytting vinnuvikunnar í leikskólum Akraneskaupstaðar
2412026
Rætt um leiðir til að mæta styttingu vinnuviku starfsfólks í leikskólum Akraneskaupstaðar. Sviðsstjóri leggur fram þrjár sviðsmyndir til umfjöllunar.
Leikskólastjórnendurnir Ingunn Sveinsdóttir, Íris G. Sigurðardóttir, Vilborg Valgeirsdóttir og Guðrún Bragadóttir ásamt Hjörvari Gunnarssyni fulltrúa foreldra sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Leikskólastjórnendurnir Ingunn Sveinsdóttir, Íris G. Sigurðardóttir, Vilborg Valgeirsdóttir og Guðrún Bragadóttir ásamt Hjörvari Gunnarssyni fulltrúa foreldra sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir gott samtal og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 10:40.