Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Akrasel - ábendingar frá foreldrafélaginu
2412079
Erindi frá foreldrafélagi leikskólans Akrasels. Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri fylgir málinu eftir.
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna sitja fundinn undir dagskrárliðum 1-3.
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna sitja fundinn undir dagskrárliðum 1-3.
Foreldrafélag leikskólans Akrasels vekur athygli á atriðum er snúa að auknu öryggi og vellíðan barna í leikskólanum. Lagt er til að sett verði upp lágt grindverk á útisvæði til að aðgreina yngstu börnin frá þeim elstu. Að gerðar verði úrbætur vegna loftskipta í fataherbergjum og að útbúinn verði fótboltavöllur fyrir börnin. Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir erindið og vísar því til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisráði.
2.Skólapúls leikskóla 2024
2501075
Ingunn Sveinsdóttir leikskólastjóri í Garðaseli og Íris G. Sigurðardóttir leikskólastjóri í Teigaseli kynna niðurstöður Skólapúlsins 2024 fyrir sína skóla.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir góða og gagnlega yfirferð á niðurstöðum Skólapúlsins sem varpa ljósi á og styðja við það gæðastarf sem unnið er í leikskólunum.
3.Starfsáætlun leikskóla 2024-2025
2501076
Íris G. Sigurðardóttir leikskólastjóri í Teigaseli kynnir starfsáætlun skólans fyrir skólaárið 2024-2025.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir kynninguna og staðfestir starfsáætlun Teigasels fyrir skólaárið 2024-2025.
Áheyrnarfulltrúar leikskóla víkja af fundi.
4.Reiðhöll á Æðarodda - húsaleigusamningur
2312091
Umræða um húsaleigusamning milli Akraneskaupstaðar og Hestamannafélagsins Dreyra um reiðhöll við Blautós 1 á Æðarodda.
Daníel S. Glad og Guðmunda Ólafsdóttir sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Daníel S. Glad og Guðmunda Ólafsdóttir sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð áréttar að í samræmi við Reglur Akraneskaupstaðar um æfinga- og keppnisaðstöðustyrki gengur barna- og unglingastarf fyrir öðrum við niðurröðun æfingatíma í tímatöflu íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar, þ.m.t. í reiðhöll. Ráðið felur sviðsstjóra og forstöðumanni íþróttamála- og íþróttamannvirkja að fylgja eftir ákvæðum húsaleigumsamnings milli Akraneskaupstaðar og Dreyra með reglubundnu samtali við stjórn Dreyra.
Daníel S. Glad og Guðmunda Ólafsdóttir víkja af fundi.
5.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags - verklagsreglur
2406254
Sviðsstjóri leggur til við skóla- og frístundaráð að unnar verði reglur um málsmeðferð vegna beiðna um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Skóla- og frístundaráð tekur undir mikilvægi þess að unnar verði verklagsreglur vegna námsvistar utan lögheimilissveitarfélags. Sviðsstjóra og verkefnastjóra falið að vinna málið áfram.
6.Afnot af húsnæði Akraneskaupstaðar fyrir myndlistarnámskeið 2025
2501082
Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að heimila endurgjaldslaus afnot af húsnæði Akraneskaupstaðar vegna myndlistanámskeiðs 2025. Námskeiðið verður í 10 vikur og skráningar mun fara fram í gegnum Abler.
Fundi slitið - kl. 10:00.