Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

255. fundur 05. febrúar 2025 kl. 16:00 - 19:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Ragnheiður Helgadóttir varamaður
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Maren Ósk Elíasdóttir verkefnastjóri
  • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarna
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Frístundaheimili Akraneskaupstaðar - framtíðarsýn

2406253

Skóla- og frístundaráð fær upplýsingar og innsýn frá Arnbjörgu Stefánsdóttur skólastjóra Brekkubæjarskóla og Sigurði Arnari Sigurðssyni skólastjóra Grundaskóla í tengslum við vinnu ráðsins um framtíðarsýn frístundaheimila Akraneskaupstaðar.

Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri frístunda- og forvarnarmála situr fundinn undir dagskrárliðum 1 og 2.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir góðar og gagnlegar umræður.
Arnbjörg og Sigurður Arnar víkja af fundi.

2.Áfengissala á íþróttaviðburðum - áskornu á sveitarfélög

2501292

Ályktun frá haustfundi Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa (FÍÆT) á Íslandi vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum. Félagið telur að sala á áfengi á íþróttaviðburðum gangi þvert gegn tilgangi íþrótta og sendi röng skilaboð til barna og ungmenna um tilgang íþróttastarfsemi.

Brúin, forvarnarhópur tekur undir ályktun FÍÆT að öllu leyti og bendir á yfirlýsta stefnu Íþróttabandalags Akraness um að öll neysla vímuefna á íþróttaferðalögum og á öðrum opinberum vettvangi tengt íþróttastarfi ÍA er bönnuð.
Skóla- og frístundaráð deilir áhyggjum FÍÆT af þeirri þróun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum með sölu og neyslu áfengis á íþróttaviðburðum. Ráðið felur sviðsstjóra að afla upplýsinga um áfengissölu hjá aðildarfélögum ÍA á íþróttaviðburðum sem börn og ungmenni sækja á þeirra vegum.

3.Verkfallsaðgerðir kennara og stjórnenda 2025

2501339

Leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna verkfalls félagsmanna innan Kennarasambands Íslands lagðar fram til kynningar.
Lagt fram.

4.Ályktun um stöðu fatlaðra barna í fyrirhuguðu verkfalli kennarasambands Íslands

2501352

Ályktun Umhyggju félags lagnveikra barna, Landssamtaka Þroskahjálpar, Einhverfusamtakanna, Sjónarhóls ráðgjafamiðstöðvar og ÖBÍ réttindasamtaka um stöðu fatlaðra barna í fyrirhuguðu verkfalli Kennarasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

5.Starfsáætlun viðburða 2025 (Sameining Vetrardaga og Vökudaga)

2501290

Menningar- og safnanefnd leggur fram dagsetningar og fjárhagsáætlun fyrir viðburði ársins 2025. Jafnframt er lögð fram ákvörðun um sameiningu menningarhátíðanna Vetrardaga og Vökudaga til að tryggja hagkvæmari nýtingu fjármagns.
Skóla- og frístundaráð fagnar tillögu Menningar- og safnanefndar um hagkvæmari nýtingu fjármagns til menningarhátíðanna Vetrar- og Vökudaga, með því að sameina fjármagnið í Vökudaga að hausti 2025.

6.Tölur um innflytjendur á leikskólum 2016-2023

2502023

Kynning á gögnum frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrú leikskólastjóra situr fundinn undir liðum 6 og 7.
Lagt fram til kynningar. Um eru að ræða upplýsingar um innflytjendur í hópi starfsmanna í samhengi við hlutfall innflytjendabarna á leikskólum eftir 8 landshlutum og stærstu sveitarfélögum skv. sveitarfélagaskýrslu 1. janúar 2023. Sýndar eru punktstöður fyrir árin 2016, 2019 og 2023. Fram kemur í gögnunum að bæði hlutfall leikskólabarna sem eru innflytjendur og hlutfall stöðugilda mönnuð af innflytjendum í leikskólum á Akranesi eru undir meðaltali á landsvísu öll árin. Önnur aðgerðaráætlun menntastefnu til ársins 2030 gerir ráð fyrir að sett verði viðmið um íslenskuhæfni starfsfólks sem vinnur við uppeldi og menntun og hefur ekki íslensku að móðurmáli. Viðmiðin verði á hæfniþrepi B skv. Samevrópska tungumálarammanum. Samhliða verði framboð á námskeiðum í íslensku fyrir þennan hóp aukið.

7.Stytting vinnuvikunnar í leikskólum Akraneskaupstaðar

2412026

Sviðsstjóri leggur fram nánari útfærslu á sviðsmyndum til að mæta styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Akraneskaupstaðar.
Skóla- og frístundaráð hefur unnið að því, í samráði við leikskólastjóra, að finna leiðir til að mæta styttingu vinnuviku starfsfólks í leikskólum Akraneskaupstaðar án þess að til þjónustuskerðingar komi. Ráðið leggur til að sviðsmynd 2 verði innleidd í skrefum. Hún tekur m.a. á nýrri útfærslu á gjaldskrá leikskólanna ásamt breytingum á fyrirkomulagi skráningardaga. Skóla- og frístundaráð leggur til að gjaldskrárbreyting taki gildi 1. apríl n.k. og útfærsla á fyrirkomulagi skráningardaga verði kynnt í vor. Málinu er vísar til afgreiðslu hjá bæjarráði.
Anney víkur af fundi.

8.Námskeið fyrir starfsfólk skólamötuneyta um meðhöndlun matvæla

2502021

Starfsfólk mötuneyta og eldhúsa á skóla- og frístundasviði Akraneskaupstaðar mun sækja námskeið um örugga meðhöndlum matvæla á vegum Matís í febrúarmánuði.
Skóla- og frístundaráð fagnar því að starfsfólk fái viðeigandi endurmenntun og fræðslu.

9.Fundargerðir 2024 - menningar- og safnanefnd

2401006

Fundargerð lög fram.

10.Fundargerðir 2025 - menningar- og safnanefnd

2501006

Fundargerð lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00