Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Framlag vegna samþættingar á þjónustu í þágu farsældar barna árið 2025
2501123
Innviðaráðherra hefur undirritað reglugerð um úthlutun á framlagi til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar á þjónustu í þágu farsældar barna á árinu 2025
Framlag til Akraneskaupstaðar 2025 nemur 19.029.136 kr. og hefur verið skipt á milli velferðar- og mannréttindasviðs og mennta- og menningarsviðs til fjármögnunar stöðugilda málstjóra og tengiliða.
2.Foreldrafélög grunnskólanna - reglubundið samráð við skóla- og frístundaráð 2025
2502195
Reglubundið samtal fulltrúa foreldrafélaga grunnskólanna og skóla- og frístundaráðs. Anna María Þórðardóttir, Kristín Minney Pétursdóttir, Sigurjón Jónsson, Einar Gestur Jónasson, Kristín Kötterheinrich og G. Erna Valentínusdóttir sátu fundinn undir þessum dagskrárlið ásamt Heiðrúnu Janusardóttur verkefnastjóra frístunda- og forvarnarmála.
Skóla- og frístundaráð þakkar fulltrúum foreldrafélaga grunnskólanna fyrir komuna og gagnlegt samtal. Rætt var um ánægju með að endurbætt rými skólanna séu við það að komast í notkun en að enn verði húsnæðisáskoranir í Brekkubæjarskóla fram eftir ári. Fjallað var um fyrirkomulag sundkennslu á unglingastigi og fram kom ósk frá foreldrafulltrúum Grundaskóla að sundlaugin á Jaðarsbökkum verði lokuð fyrir almenningi meðan á sundkennslu stendur. Auk þessa var rætt um útivistartíma og opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar ásamt umferðarhraða við Grundaskóla og upplýst um að skipulags- og umhverfisráð hefur samþykkt að hámarkshraði verði færðu í 20km/klst.
3.Málefni dagforeldra 2025
2502180
Skóla- og frístundaráð átti samráðsfund með starfandi dagforeldrum á Akranesi 3. febrúar s.l. Fundargerð lögð fram ásamt reglum um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra og verkefnastjóra að afla upplýsinga um þjónustusamninga annarra sveitarfélaga við dagforeldra.
4.KFÍA - Vallarhús
2410228
Bæjarráð féllst á að gerður yrði samningur við KFÍA um afnot af Vallarhúsi að Jaðarsbökkum. Fyrstu drög að samningi þess efnis lögð fram til kynningar.
Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar situr fundinn undir dagskrárliðum 4 og 5.
Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar situr fundinn undir dagskrárliðum 4 og 5.
Skóla- og frístundaráð þakkar kynningu á drögum um samning við KFÍA um afnot af Vallarhúsi að Jaðarsbökkum. Sviðsstjóra og forstöðumanni íþróttamannvirkja falið að vinna málið áfram í samstarfi við sviðsstjóra stjórnasýslu- og fjármálasviðs.
5.Líkamsrækt á Jaðarsbökkum
2501063
Áhugi er á að setja upp aðstöðu fyrir líkamsrækt í eldra íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Gögn fyrir tilboð í leigu á húsnæðinu lögð fram. Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja og Arnór Már Guðmundsson verkefnastjóri fylgdu málinu eftir.
Skóla- og frístundaráð samþykkir fyrirliggjandi gögn og vísar þeim til afgreiðslu hjá bæjarráði.
6.Frístundaheimili Akraneskaupstaðar - framtíðarsýn
2406253
Umræða um næstu skref í vinnu við mótun framtíðarsýnar fyrir frístundaheimili Akraneskaupstaðar.
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri frístunda- og forvarnarmála situr undir þessum fundarlið.
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri frístunda- og forvarnarmála situr undir þessum fundarlið.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir að þjónustukönnun verði lögð fyrir foreldra barna sem nýta frístundaheimili Akraneskaupstaðar og felur sviðsstjóra og verkefnastjórum að vinna málið áfram.
7.Frisbígolfvöllur Garðalundi - erindi frá Friðþóri Erni og Bjarka Frey
2502183
Umfjöllun um erindi frá Friðþóri Erni Kristinssyni og Bjarka Frey Kristinssyni þar sem þeir bjóða þjónustu Fairway og Folfarinn.is til að betrumbæta frisbígolfvöllinn í Garðalundi. Tilboð lagt fram.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir erindið og vísar því til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.
8.Innritun í leikskóla 2025
2502182
Um miðjan mars fer fram innritun í leikskóla á Akranesi fyrir starfsárið 2025-2026. Áheyrnarfulltrúar leikskóla sitja fundinn undir þessum lið.
Með vísan í reglur um innritun í leikskóla á Akranesi hefur skóla- og frístundaráð ákveðið viðmiðunaraldur yngstu barna við innritun í leikskóla haustið 2025. Foreldrar barna fædd til og með 31.maí 2024 geta sótt um fyrir börn sín og verður þeim úthlutað leikskólaplássi fyrir næsta skólaár.
Fundi slitið - kl. 11:30.