Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Líkamsrækt á Jaðarsbökkum
2501063
Skipun valnefndar sem hefur það hlutverk að leggja mat á tilboð í leigu á aðstöðu að Jaðarsbökkum 1, þar sem skal vera rekstur líkamsræktar. Nefndin skilar tillögu sinni til skóla- og frístundaráðs.
2.Ráðning skólastjóra Brekkubæjarskóla
2503138
Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla hefur sagt upp störfum frá og með 31.júlí 2025. Starf skólastjóra hefur verið auglýst laust til umsóknar.
Skóla- og frístundaráð vill koma á framfæri kærum þökkum til Arnbjargar Stefánsdóttur fyrir farsælt samstarf og vel unnin störf sem skólastjórnandi í Brekkubæjarskóla síðastliðin 20 ár. Ráðið óskar henni velfarnaðar í nýju starfi sem formaður Skólastjórafélags Íslands.
3.Aðstæður til sundiðkunar Eydís Glóð
2502024
Erindi frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins um sundkennslu 13-15 ára ungmenna. Ósk ungmenna um samtal og samstarf bæjaryfirvalda og ungmennaráðs um málefnið.
Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla sitja fundinn undir dagskrárliðum 3 og 4.
Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla sitja fundinn undir dagskrárliðum 3 og 4.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir góðar og gagnlegar upplýsingar frá skólastjórnendum um áskoranir og tækifæri í tengslum við sundkennslu á unglingastigi. Tekið verður upp frekara samtal og greining á málefninu með nemendum á unglingastigi og niðurstöður kynntar fyrir skóla- og frístundaráði þegar þær liggja fyrir.
4.Framkvæmd sundkennslu á unglingastigi í grunnskólum landsins
2503230
Mennta- og barnamálaráðuneytið sendi dreifibréf til allra skólastjóra grunnskóla og sveitarfélaga vegna sundkennslu á unglingastigi í grunnskólum landsins. Tilefni dreifibréfsins eru breytingar á greinasviðum aðalnámskrár grunnskóla og erindi og upplýsingar sem borist hafa ráðuneytinu vegna sundkennslu á unglingastigi m.a. vegna hugmynda um stöðupróf um mat á hæfni í skólasundi.
Mennta- og barnamálaráðuneytið beinir tilmælum til allra grunnskóla landsins og sveitarfélaga að yfirfara útfærslu á sundkennslu á unglingastigi og tryggja að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalnámskrá grunnskóla bæði þegar kemur að skipulagi skólasunds og veitingu undanþága frá skyldunámi í skólasundi.
Mennta- og barnamálaráðuneytið beinir tilmælum til allra grunnskóla landsins og sveitarfélaga að yfirfara útfærslu á sundkennslu á unglingastigi og tryggja að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalnámskrá grunnskóla bæði þegar kemur að skipulagi skólasunds og veitingu undanþága frá skyldunámi í skólasundi.
Lagt fram til kynningar.
Arnbjörg og Sigurður Arnar víkja af fundi.
5.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags - verklagsreglur
2406254
Lagt er til að verklagsreglur um námsvist utan lögheimilissveitarfélags verði sameinaðar Reglum um innritun í grunnskóla Akraneskaupstaðar. Mótun reglnanna verður að fullu lokið fyrir upphaf skólaársins 2025-2026.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að ekki verði mótaðar sérstakar reglur um námsvist utan lögheimilissveitarfélags heldur falli þær inn í Reglur um innritun í grunnskóla Akraneskaupstaðar.
6.Reglur um innritun í grunnskóla Akraneskaupstaðar
2201211
Sviðsstjóri leggur til við skóla- og frístundaráð að Reglur um innritun í grunnskóla Akraneskaupstaðar frá árinu 2003 verði teknar til endurskoðunar og að sú vinna fari fram samhliða innleiðingu á Frigg nemendagrunni.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
7.Skólapúls leikskóla 2024
2501075
Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri í Akraseli og Vilborg Valgeirsdóttir leikskólastjóri í Vallarseli kynna niðurstöður Skólapúlsins 2024 fyrir sína skóla.
Áheyrnarfulltrúar leikskólakennara og foreldra leikskólabarna sitja fundinn undir dagskrárliðum 7 og 8.
Áheyrnarfulltrúar leikskólakennara og foreldra leikskólabarna sitja fundinn undir dagskrárliðum 7 og 8.
Skóla- og frístundaráð þakkar leikskólastjórum fyrir greinargóða kynningu og fagnar niðurstöðum úr Skólapúlsinum. Könnunin gefur góðar upplýsingar um viðhorf og afstöðu foreldra gagnvart þjónustu leikskólanna.
8.Starfsáætlun leikskóla 2024-2025
2501076
Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri í Akraseli og Vilborg Valgeirsdóttir leikskólastjóri í Vallarseli kynna starfsáætlanir skólanna fyrir skólaárið 2024-2025.
Skóla- og frístundaráð staðfestir starfsáætlanir Vallarsels og Akrasels fyrir skólaárið 2024-2025 og þakkar Vilborgu og Anneyju fyrir góða yfirferð.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Jónína Margrét Sigmundsdóttir bæjarfulltrúi, S - lista
Líf Lárusdóttir bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnar B. Sæmundsson bæjarfulltrúi, B-lista
Arnór Guðmundsson verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði
Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamála og íþróttamannvirkja
Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Sigurður P. Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs