Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Úttekt á rekstri og fjárhag
2312188
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í greiningu á reiknilíkönum grunn- og leikskóla og felur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og fagráði skólamála að fylgja málinu eftir.
Bæjarráð beinir því til allra fagráða, sviðsstjóra og forstöðumanna að tryggja áfram eftirfylgni við samþykkta fjárhagsáætlun og leiti jafnframt allra leiða til að standast framsett fjárhagsleg markmið.
Bæjarráð beinir því til allra fagráða, sviðsstjóra og forstöðumanna að tryggja áfram eftirfylgni við samþykkta fjárhagsáætlun og leiti jafnframt allra leiða til að standast framsett fjárhagsleg markmið.
Sviðstjóri kynnir fyrir skóla- og frístundaráði tillögur að leiðum til að standast framsett fjárhagsleg markmið. Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
2.Greining KPMG á reiknilíkönum grunn- og leikskóla
2504001
Sviðsstjóri fer yfir fyrirhugaða vinnu KPGM við greiningu á reiknilíkönum grunn- og leikskóla.
Lagt fram til kynningar.
3.Frístundaheimili Akraneskaupstaðar - framtíðarsýn
2406253
Viðhorfskönnuna um starfsemi frístundaheimila Akraneskaupstaðar var lögð fyrir foreldra dagana 23.-30. mars. Svarhlutfall var 42%. Frumniðurstöður kynntar fyrir skóla- og frístundaráði. Umræða um næstu skref varðandi framtíðarsýn frístundaheimilanna,
Sviðsstjóri kynnir fyrir skóla- og frístundaráði þrjár sviðsmyndir er varða framtíðarsýn frístundaheimila Akraneskaupstaðar. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við skólastjórnendur grunnskólanna og verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála.
Frekari kynning á niðurstöðum viðhorfskönnunarinnar verður tekin fyrir á næsta fundi ráðsins.
Frekari kynning á niðurstöðum viðhorfskönnunarinnar verður tekin fyrir á næsta fundi ráðsins.
4.Verklagsreglur um starfsemi leikskóla- endurskoðun
2008109
Tillögur að breytingum á verklagsreglum um starfsemi leikskóla á Akranesi.
Áheyrnarfulltrúar leikskóla; Hjörvar Gunnarsson, Sylvía Hera Skúladóttir og Íris G. Sigurðardóttir sitja fundi undir þessum dagskrárlið.
Áheyrnarfulltrúar leikskóla; Hjörvar Gunnarsson, Sylvía Hera Skúladóttir og Íris G. Sigurðardóttir sitja fundi undir þessum dagskrárlið.
Verkefnastjóra og sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
Hjörvar, Íris og Sylvía Hera víkja af fundi.
5.Nýtt íþróttahús á Jaðarsbökkum - nýting
2406016
Á fundi skóla- og frístundaráðs þann 5. júní 2024 samþykkti skóla- og frístundaráð tillögu að nýtingu og úthlutun rýma í nýja íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Forstöðumanni íþróttamannvirkja og framkvæmdastjóra ÍA var falin frekari úrvinnsla málsins.
Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA sitja fundinn undir undir þessum fundarlið.
Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA sitja fundinn undir undir þessum fundarlið.
Forstöðumaður íþróttamannvirkja og framkvæmdarstjóri ÍA fóru yfir framvindu málsins. Skóla- og frístundaráð óskar eftir kynningu á framtíðarnýtingu aðildarfélaga ÍA á rýmum í húsinu, á næsta fundi ráðsins.
Daníel og Guðmunda víkja af fundi.
6.Fundargerðir 2025 - menningar- og safnanefnd
2501006
Skóla- og frístundaráð fagnar góðu skipulagi og áætlanagerð í tengslum við sýningar og söfnunarstefnu. Fundargerðir menningar- og safnanefndar lagðar fram.
Fundi slitið - kl. 11:00.