Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Nýtt íþróttahús á Jaðarsbökkum - nýting
2406016
Kynning á framtíðarnýtingu aðildarfélaga ÍA á rýmum í nýja íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum.
Emilía Halldórsdóttir starfsmaður Íþróttabandalags Akraness sat fundinn undir dagskrárlið 1 og Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja undir dagskrárliðum 1-5.
Emilía Halldórsdóttir starfsmaður Íþróttabandalags Akraness sat fundinn undir dagskrárlið 1 og Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja undir dagskrárliðum 1-5.
Skóla- og frístundaráð þakkar Daníel og Emilíu fyrir kynninguna á fyrirhugaðri nýtingu aðildarfélaga ÍA á fundarrýmum, sölum og skrifstofurými í nýja húsinu sem unnin hefur verið í samstarfi hagaðila að nýtingu hússins. Skóla- og frístundaráð er ánægt með tillöguna og fagnar því að nýtt hús á Jaðarsbökkum veiti íþróttafélögum á svæðinu aukin tækifæri til að efla starf sitt enn frekar og styðji við samstarf milli félaga.
2.Akrafjall Ultra 2025
2504103
Styrkbeiðni frá Ultraform vegna utanvegahlaupsins Akrafjall Ultra 2025.
Skóla- og frístundaráð fagnar því að Akrafjall Ultra sé að festa sig í sessi og fellur vel að áherslum Akraneskaupstaðar sem íþróttbær og heilsueflandi samfélag.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að styrkja verkefnið með því að bjóða þátttakendum hlaupsins gjaldfrjálsan aðgang í sund í Jaðarsbakkalaug og Guðlaugu á hlaupadegi.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að styrkja verkefnið með því að bjóða þátttakendum hlaupsins gjaldfrjálsan aðgang í sund í Jaðarsbakkalaug og Guðlaugu á hlaupadegi.
3.Hljóðkerfi fyrir Akranesvöll
2504104
KFÍA óskar eftir því við Akraneskaupstað að keypt verði nýtt hljóðkerfi fyrir Akranesvöll, þar sem núverandi búnaður er úr sér genginn og kominn til ára sinna.
Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu hjá bæjarráði.
4.Umsókn um afnot af gámum
2504105
Sundfélag Akraness óskar eftir að fá að nýta gám í eigu Akraneskaupstaðar sem geymslurými fyrir félagið.
Skóla- og frístundaráð tekur vel í tillögu Sundfélagsins um nýtingu gáms fyrir búnað félagsins sem nú er geymdur við óviðunandi aðstæður.
Forstöðumanni íþróttamannvirkja er falið að vinna málið áfram í samstarfi við verkefnastjóra á skipulags- og umhverfissviði.
Forstöðumanni íþróttamannvirkja er falið að vinna málið áfram í samstarfi við verkefnastjóra á skipulags- og umhverfissviði.
5.Guðlaug - sturtusvæði
2504106
Forstöðumaður íþróttamannvirkja fylgdir eftir erindi um baðaðstöðu við Guðlaugu.
Skóla- og frístundaráð þakkar forstöðumanni íþróttamannvirkja fyrir samtalið og felur honum að vinna málið áfram.
6.Verklagsreglur um starfsemi leikskóla- endurskoðun
2008109
Tillögur að breytingum á verklagsreglum um starfsemi leikskóla á Akranesi.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
7.Ráðning skólastjóra Brekkubæjarskóla
2503138
Elsa Lára Arnardóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Brekkubæjarskóla.
Starf skólastjóra Brekkubæjarskóla var auglýst laust til umsóknar þann 14. mars 2025 og bárust alls 7 umsóknir um starfið, einn dró umsókn sína til baka. Eftir yfirferð umsókna með tilliti til hæfniskrafna var ákveðið að boða tvo umsækjendur í viðtal. Skipuð var ráðninganefnd sem sá um viðtalsferlið, í henni sátu: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs, Harpa Hallsdóttir, mannauðsstjóri Akraneskaupstaðar, Þórður Guðjónsson, fulltrúi skóla- og frístundaráðs og Gunnar Gíslason, ráðgjafi.
Að loknum viðtölum og yfirferð á öllum gögnum var það mat ráðninganefndar að Elsa Lára Arnardóttir væri hæfust til að gegna starfinu.
Elsa Lára er með B.ed. í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands með áherslu á íslensku og upplýsingatækni. Auk þess er hún með MLM gráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst með áherslu á verkefnastjórnun og mannauðsstjórnun.
Elsa Lára hefur víðtæka starfsreynslu og hefur frá árinu 2000 starfað í Brekkubæjarskóla, fyrst sem skólaritari, svo sem kennari þar frá árinu 2006 og sem skólastjórnandi frá árinu 2019. Frá þeim tíma hefur hún gegnt stöðu aðstoðarskólastjóra og verið staðgengill skólastjóra.
Starf skólastjóra Brekkubæjarskóla var auglýst laust til umsóknar þann 14. mars 2025 og bárust alls 7 umsóknir um starfið, einn dró umsókn sína til baka. Eftir yfirferð umsókna með tilliti til hæfniskrafna var ákveðið að boða tvo umsækjendur í viðtal. Skipuð var ráðninganefnd sem sá um viðtalsferlið, í henni sátu: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs, Harpa Hallsdóttir, mannauðsstjóri Akraneskaupstaðar, Þórður Guðjónsson, fulltrúi skóla- og frístundaráðs og Gunnar Gíslason, ráðgjafi.
Að loknum viðtölum og yfirferð á öllum gögnum var það mat ráðninganefndar að Elsa Lára Arnardóttir væri hæfust til að gegna starfinu.
Elsa Lára er með B.ed. í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands með áherslu á íslensku og upplýsingatækni. Auk þess er hún með MLM gráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst með áherslu á verkefnastjórnun og mannauðsstjórnun.
Elsa Lára hefur víðtæka starfsreynslu og hefur frá árinu 2000 starfað í Brekkubæjarskóla, fyrst sem skólaritari, svo sem kennari þar frá árinu 2006 og sem skólastjórnandi frá árinu 2019. Frá þeim tíma hefur hún gegnt stöðu aðstoðarskólastjóra og verið staðgengill skólastjóra.
Skóla- og frístundaráð óskar Elsu Láru Arnarsdóttur til hamingju með ráðninguna og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
Fundi slitið - kl. 10:00.