Fara í efni  

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)

2. fundur 07. júní 2001 kl. 12:00 - 14:30
Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haldinn í fundarherbergi skólans 7. júní 2001 kl. 12:00.
Mætt: Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar,
 Hörður Helgason skólameistari,
 Atli Harðarson aðstoðarskólameistari,
 Birna Gunnlaugsdóttir aðstoðarskólameistari,
 Borghildur Jósúadóttir,
 Halla Guðmundsdóttir,
 Sigríður Finsen,
 Steinunn Eva Þórðardóttir, fulltrúi kennara.
Forföll boðuðu: Guðrún Jónsdóttir,
 Bergþóra Jónsdóttir.
1. Fjármál FVA, staða og horfur.
Skólameistari lagði fram bréf frá menntamálaráðuneytinu þar sem fram kemur að samkvæmt uppgjöri fyrir árið 2000 þá er ?21,1% frávik frá fjárheimild Fjölbrautaskóla Vesturlands. Í bréfinu biður ráðuneytið um fullnægjandi skýringar á því hvers vegna stofnunin hefur farið svo mjög fram úr fjárheimild ársins 2000. Farið er fram á að forstöðumenn FVA geri grein fyrir því til hvaða aðgerða hefur verið eða ætlunin er að grípa til svo útgjöld skólans verði færð að heimild.
Innihald bréfsins rætt og skólameistari gerði grein fyrir ýmsum ástæðum sem liggja að baki þessum hallarekstri. Í hans máli kom m.a. fram, eins og marg oft hefur verið bent á áður, að reiknilíkan menntamálaráðuneytisins vanmetur kostnað við hið mikla verknám sem FVA býður upp á. Ekki hefur enn fengist sérstakt fjármagn til að standa undir rekstri framhaldsdeildanna á Snæfellsnesi, en þær eru skólanum mjög óhagstæðar rekstrarlega séð. Á árinu 2000 vou ýmsir nýir kostnaðarliðir sem ekki varð framhjá komist og ekki voru bættir sérstaklega. Má þar nefna kostnaðasamar framkvæmdir í verknámshúsi, fjölgun deildarstjóra vegna samkomulags KÍ og fjármálaráðuneytisins, kostnaðar vegna nýrra áfanga á almennri námsbraut o.fl. Það kom fram í máli skólameistara að endurskoðun reiknilíkansins er að ljúka og samkvæmt heimildum úr menntamálaráðuneytinu mun sú endurskoðun laga stöðu skólans hvað varðar kostnað við verknám og deildirnar fyrir vestan. Stjórnendur skólans munu áfram gera það sem í þeirra valdi stendur til að minnka hallarekstur og reynt verður að finna leiðir til að minnka brottfall, en það er skólanum mjög dýrt. Skólanefnd leggur á það ríka áheslu að skólinn standi við þá samninga sem hann er aðili að og bjóði áfram þá þjónustu sem verið hefur, bæði hvað varðar námsframboð í verknámi og kennslu í framhaldsdeildum.
Skólameistara var falið að svara fyrrnefndu bréfi.
 
2. Bygging og endurbætur bókasafns.
Frestað hefur verið að opna tilboð í nýbyggingu bókasafns FVA um viku og framkvæmdatíminn í fyrri áfanga  þess verks hefur verið lengdur um einn mánuð. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 13. júní kl. 11:00.
3. Skólahald FVA í Snæfellsbæ og Stykkishólmi næsta skólaár.
Með hliðsjón af samningi sveitarfélaganna verði boðið upp á nám í Snæfellsbæ og Stykkishólmi. Forsendurnar þurfa þó að vera þær að nemendafjöldi nái tilskyldu lágmarki og að ekki vanti kennara. Áfram þarf að berjast fyrir að sækja meira fjármagn til ráðuneytisins. Samþykkt samhljóða.
4. Bréf LÍN um skólaakstur.
Lagt fram bréf frá LÍN dagsett 14. maí  2001 um breytta skipan skólaaksturs.
Lagt fram bréf afgreitt á fundi bæjarráðs Borgarbyggðar um skólaakstur milli Borgarness og Akraness dagsett 5. júní 2001.
 Skólameistara falið að sækja um áframhaldandi skólaakstur.
5 Málefni heimavistar.
Lögð fram tillaga að húsaleigu á heimavist FVA skólaárið 2001-2002. Lagt er til að húsaleiga verði kr. 30.000.- á önn og þvottagjald kr. 8.000.- á önn.
Tillagan samþykkt.
Tillaga að viðmiðunarreglum um  innritun nemenda á heimavist lögð fram. Þar kemur m.a. fram, að samkvæmt tillögu sem lögð var fram í skólanefnd í febrúar 1999, þá eiga nýnemar í dagskóla á Akranesi forgang í heimavist og þeir sem fá vistarpláss geti notið þess í tvö ár að uppfylltum öðrum skilyrðum.
Tillaga að húsaleigu samþykkt samhljóða. Tillaga að viðmiðunarreglum samþykkt með áorðnum breytingum.
Tillaga að leigusamningi lögð fram. Samþykkt með áorðnum breytingum.
6.  Gjaldskrá mötuneytis.
 Tillaga um hækkun á matarverði í mötuneyti lögð fram.
 Gjaldskrá mötuneytis lögð fram. Hækkun ca. 4,5%.
 5 daga hádegismatur verður kr. 44.500.- (42.300.-)
 4 daga hádegismatur verður kr. 36.000.- (34.200.-)
 3 daga hádegismatur verður kr. 27.100.- (25.800.-)
 4 daga kvöldmatur verður kr. 32.100.- (31.000.-)
 3 daga kvöldmatur verður kr. 24.500.- (23.300.-)
 Gjaldskrá samþykkt samhljóða.
7. Starfsmannamál.
 Breytingar fyrir næsta skólaár 2001-2002.
 Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir sækir um launalaust leyfi til eins árs.
 Ásdís Kristinsdóttir sækir um launalaust leyfi í eitt ár.
 Ólafur Haraldsson sækir um launalaust leyfi í ár.
 Samþykkt að verða við þessum óskum.
 Hannes Þorsteinsson verður í námsleyfi næsta ár.
 Bjarnþór Kolbeins kemur til starfa að loknu námsleyfi.
 Garðar Norðdahl hefur verið ráðinn í fullt starf sem kennari.
8. Önnur mál.
  a)  Sagt frá stofnun nemendasambands FVA.
  b)  Foreldrafélag verður stofnað fljótlega eftir skólabyrjun í haust.
  c)  Þráðurinn hefur verið tekinn upp aftur með stóriðjubraut.
  d) Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að bjóða uppá framhaldsnám    fyrir nemendur á starfsbraut 3. og 4. ár.
e) Lagt fram bréf ráðuneytisins dagsett 10. maí 2001 um þróunarstyrki til FVA. FVA fær tvo þróunarstyrki á næsta skólaári.
 Formlegri dagskrá lokið.
 Stjórnendur skólans víkja af fundi.
9. Ráðning skólameistara.
Formaður skólanefndar kynnti umsóknir frá Herði Ó. Helgasyni og Birnu Gunnlaugsdóttur.
Formaður gerði að tillögu sinni að skólanefndin mælti með að Hörður Ó. Helgason verði ráðinn skólameistari FVA þar sem hann hefur meiri  menntun, lengri starfsreynslu og meiri reynslu af stjórnunarstörfum. Tillagan samþykkt samhljóða og formaður mun senda bréf til menntamálaráðherra.

   Fundi slitið kl. 14:30.
   Borghildur Jósúadóttir fundarritari.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00