Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)
Fundur Í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn í fundarsal skólans þriðjudaginn 18. júní 2002 kl. 13:00.
Mætt voru: Hörður Ó. Helgason skólameistari,
Atli Harðarson aðstoðarskólameistari,
Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar,
Borghildur Jósúadóttir,
Guðrún Jónsdóttir,
Sigurgeir Sveinsson, fulltrúi kennara,
Sigríður Finsen,
Ásgeir Helgi Gylfason, fulltrúi nemenda.
Forföll boðaði: Bergþóra Jónsdóttir.
1. Upplýsingar um innritun og námsframboð 2002.
Fjöldi nemenda skráður á haustönn 2002:
Á Akranesi 640 nemendur í dagskóla.
Í Snæfellsbæ eru 9 umsóknir.
Í Stykkishólmi eru 14 umsóknir.
Innritun í verknámsdeildir.
Aðsókn í verknámið er almennt séð góð, 93 nemendur eru skráðir í verknámsdeildirnar þrjár. Rafeindavirkjun verður þó ekki kennd á næsta skólaári. Vélvirkjun verður ekki heldur á næsta skólaári. Mjög góð aðsókn er í grunndeild tréiðna.
2. ?Útibúin? á Snæfellsnesi, staða og horfur.
Töluverðar umræður urðu um þennan lið. Niðurstaðan er sú að boðið verður upp á nám í Stykkishólmi en nám í Ólafsvík verður ekki í boði haustönn 2002. Ákvörðun verður endurskoðuð við innritun á vorönn 2003.
Bókun: Sigríður Finsen situr hjá við þessa ákvarðanatöku.
3. Fundur í menntamálaráðuneyti þann 15. maí s.l.
Niðurstaða fundarins:
a) FVA verður að breyta nýtingum á kennslumagni.
b) Endurskoðun á reiknilíkani, sem myndi bæta stöðu skólans, hefur ekki ennþá verið samþykkt og ekki líklegt að það verði notað við gerð fjárlaga fyrir 2003.
Skólanefnd lýsir enn á ný áhyggjum sínum vegna fjárhagsstöðu skólans og þessum endalausa drætti á endurskoðun reiknilíkansins.
4. Ráðningar í störf.
a) 5 umsóknir bárust um stöðu frönskukennara. Katrín Jónsdóttir, MA og fyrri hluti DEA ráðin. Katrín hefur leyfisbréf sem framhaldsskólakennari.
b) 8 umsóknir bárust um stöðu enskukennara. Ævar Buthmann, BA í ensku og þýsku og hluta af cand mag. í ensku. 10 ára kennslureynsla í framhaldsskóla ráðinn. Ævar hefur leyfisbréf sem framhaldsskólakennari.
c) 4 umsóknir bárust um stöðu félagsfræðikennara. Kristján E. Guðmundsson, cand mag. í félagsvísindum og ?diploma? nám í alþjóðlegri markaðsfærslu. Hefur 11 ára kennslureynslu í framhaldsskóla og hefur leyfisbréf sem framhaldsskólakennari.
d) Erindi Ásdísar Kristinsdóttur um framlengingu á leyfi hafnað.
e) Auglýst hefur verið laus staða heimavistarstjóra FVA. Skólameistari kynnti 5 umsækjendur sem sóttu um stöðuna. Ákvörðun um ráðningu liggur ekki fyrir.
5. Önnur mál.
a) 115 umsóknir um heimavist næsta skólaár.
b) Gjaldtaka fyrir tölvunotkun á haustönn verði 500.- kr./önn. Prentun verði 1.000.- kr. fyrir hver 100 blöð.
Fundi slitið kl. 15:24.
Borghildur Jósúadóttir fundarritari.