Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)
Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands var haldinn í fundarherbergi skólans þriðjudaginn 15. júní 2004 kl. 12:00.
Mætt voru: Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar,
Hörður Helgason, skólameistari,
Bergþóra Jónsdóttir,
Borghildur Jósúadóttir,
Guðrún Jónsdóttir,
Pétur Ottesen,
Sigurgeir Sveinsson, fulltrúi kennara.
Aðstoðarskólameistari, Atli Harðarson boðaði forföll.
Skólameistari lagði fram upplýsingar um vorönnina. M.a. um nemendafjölda, námsárangur o. fl. því tengt, auk þess ljósrit með fréttum af fréttasíðu vorannar og ljósriti af annáli vorannar 2004 skráður af Atla Harðarsyni aðstoðarskólameistara og sem fluttur var á útskriftarhátíð skólans 21. maí.
2. Innritun fyrir haustönn 2004
Skólameistari lagði fram upplýsingar um fjölda innritaðra nemenda á haustönn.
Skólanefndin lýsir yfir áhyggjum sínum af fjárveitingu til skólans en samkvæmt henni er aðeins heimild fyrir 530 nemendur en umsóknir eru 641 á haustönn samkvæmt bráðabirgðatölum.
Ennfremur er það nefdinni áhyggjuefni að sárlega vantar heimavistarpláss þar sem umsóknir eru 115 en aðeins er hægt að taka inn 64 nemendur.
Mikilvægt er að leita lausna á þessum vanda.
3. Fjárhagsstaða skólans
Skólameistari lagði fram rekstraráætlun skólans fyrir árið 2004.
Miðað við núverandi forsendur er rekstur í jafnvægi.
4. Samningur sveitarfélaga á Vesturlandi um skólann
Skólanefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til undirritunar hjá viðkomandi sveitarfélögum og menntamálaráðuneytinu.
5. Staðan í byggingarmálum
Formaður fór yfir stöðuna í byggingarmálum. Þar kom m.a. fram að samið hefur verið við Deka ehf á Kjalarnesi um seinni áfanga byggingarinnar, þar er um að ræða að taka við húsinu fokheldu og ljúka framkvæmdum, bæði við nýbyggingu sem og endurbætur á eldra húsnæði.
6. Önnur mál
a) Varðandi starfsmannahald.
Sigtryggur Karlsson fer í námsleyfi.
Jón Árni Friðjónsson og Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir koma aftur til stafa eftir námsleyfi.
Leó Jóhannesson, Tómas Ísleifsson og Brynja Einarsdóttir hætta.
Skólameistari sótti um undanþágu fyrir 4 kennara en auglýst var eftir kennurum í allar stöðurnar. Ein umsókn barst um kennslu í ritvinnslu.
Þeir kennarar sem sótt var um undanþágu fyrir eru:
Dröfn Viðarsdóttir, Garðar Norðdahl, Gunnar Haukur Kristinsson og Steinn Mar Helgason.
Skólanefndin styður þá ákvörðun skólameistara að ráða ofangreinda til starfa.
Gunnar Þorri Þorleifsson sótti um stöðu kennara í ritvinnslu en hann hefur kennsluréttindi í íslensku.
b) Guðmundur Egill Ragnarsson forstöðumaður mötuneytis sækir um leyfi á næsta skólaári. Skólanefnd samþykkir að veita leyfið og er skólameistara falið að ganga frá afleysingu fyrir hann.
c) Endurskoðuð skólanámskrá komin á heimsíðu skólans: www.fva.is
d) Skólanefnd samþykkir að fundargerðir skólanefndar verði birtar á heimasíðu skólans.
e) Skólameistari upplýsti að nemendafélagið var rekið með miklum sóma á síðasta skólaári og allt til mikillar fyrirmyndar.
f) Lagt fram fylgiskjal 1 ? síðari hluti við skólasamning 2004. Málefni til úrlausnar.
g) Lagt fram yfirlit um innra mat á starfi fjölbrautaskólans. Upplýsingar eru á heimasíðu skólans undir ?skólinn? ? ?innra mat?.
h) Þetta verður síðasti fundur þessarar skólanefndar eins og hún er skipuð í dag!
Fyrir liggur að menntamálaráðherra muni skipa nýja nefnd.
Formaður skólanefndar þakkar nefndarmönnum fyrir vel unnin störf og samstarfið á liðnum árum.
Fundi skitið 14:30
Borghildur Jósúadóttir
fundarritari.