Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)
Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn í fundarherbergi skólans 20. október 2004 kl. 12:00.
Mætt voru: Hörður Helgason skólameistari,
Atli Harðarson aðstoðarskólameistari,
Bergþór Ólason,
Bergþóra Jónsdóttir,
Borghildur Jósúadóttir,
Hólmfríður Sveinsdóttir,
Þorgeir Jósefsson,
Jón Ingi Þrastarson, áheyrnarfulltrúi nemenda,
Sigurgeir Sveinsson, áheyrnarfulltrúi kennara.
Skólameistari bauð fundarmenn velkomna. Síðan var gengið til dagskrár.
1. Skólanefnd kaus sér formann.
Þorgeir Jósefsson var kjörinn einróma.
2. Skólameistari gerði grein fyrir starfi á haustönn 2004.
Meðal annars gerði hann grein fyrir breytingum á starfsliði sem urðu í sumar og haust, samningi við Listasetur um lán á listaverkum skólans, félagsstarfi á vegum nemendafélagsins, ýmsum atburðum s.s. námsferð nemenda í LÍF223 og LÍF233 til Gotlands, stærðfræðikeppni, tungumáladeginum og aðalfundi foreldrafélagsins.
3. Nemendafjöldi á haustönn 2004.
Skólameistari gerði grein fyrir því að í upphafi hefðu verið 627 nemendur í skólanum. Þetta er meiri fjöldi en miðað er við í fjárveitingum til skólans. Fjárheimildir miðast við 540 ársnemendur á árinu 2004 (þar sem ársnemandi er ígildi 35 námseininga). Gögn úr nemendabókhaldi frá 19. október benda til að ársnemendur verði talsvert fleiri en 540. Sé gert ráð fyrir 6,5% brottfalli á haustönn verður ársnemendafjöldinn nálægt 567. Miðað við þessar tölur vantar fé til að kosta kennslu um 27 ársnemenda. Skólameistari sagði frá bréfi sem hann hefur sent menntamálaráðuneyti vegna þessa. Skólameistari gerði grein fyri þvi að á fjáraukalögum komi væntanlega viðbótarframlag til skólans og von sé til að Fjölbrautaskóli Vesturlands fái hluta þeirra. Ljóst er að ef ekki fæst viðbótarframlag vegna kennslu á árinu 2004 verður umtalsverður halli á rekstri skólans. Þessi vandi hefur verið kynntur sumum af þingmönnun Norðvesturkjördæmis.
4. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2005.
Skólameistari gerði grein fyrir því að frumvarpið geri ráð fyrir að ársnemendur árið 2005 verði 540. Áætlanir skólans gera ráð fyrir að aðsókn að skólanum verði talsvert meiri en fjárlagafrumvarp gerir ráð fyrir. Skólameistari sagði frá því að hann hafi ritað menntamálaráðherra bréf vegna þessa. (Afriti af þessu bréfi var dreift á fundinum). Í bréfinu segir skólameistari meðal annars að fjöldi ársnemenda árið 2005 verði a.m.k. 555. Rætt var um hvernig best sé að skólanefnd bregðist við þessari stöðu.
5. Önnur mál.
Skólameistari sagði frá þvi að menntamálaráðherra muni heimsækja skólann fimmtudaginn 28. október.
Skólameistari dreifði afriti af skólasamningi menntamálaráðuneytisins og skólans sem gildir fyrir árin 2003 ? 2005.
Bergþór spurði hvaða breytingar hafi verið gerðar á samkomulagi sveitarfélaga um rekstur skólans þegar sveitarfélögin á norðanverðu Snæfellsnesi gengu út. Skólameistari og formaður skólanefndar svöruðu og sögðu að fækkað hefði verið úr 15 í 12 í fulltrúaráðinu en aðrar breytingar væru litlar.
Rætt var um tímasetningu skólanefndarfunda og ákveðið að miða við að þeir verði á þriðjudögum.
Skólameistari sagði frá nýbyggingu og gerði grein fyrir að þegar hún verður tilbúin vanti enn húsnæði fyrir tréiðnadeild og stærri heimavist. Fram kom í máli skólameistara að 115 hafi sótt um heimavistarpláss síðasta vor og að þörf sé fyrir heimavistarpláss fyrir um þ.b. 100 nemendur.
Fundargerð ritaði Atli Harðarson.