Fara í efni  

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)

13. fundur 18. janúar 2005 kl. 12:00 - 13:35

Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi  haldinn á sal skólans þriðjudaginn 18. janúar 2005 kl. 12:00.


Mætt voru:                      Þorgeir Jósefsson formaður skólanefndar,

                                       Hörður Helgason skólameistari,

                                       Atli Harðarson aðstoðarskólameistari,

                                       Hólmfríður Sveinsdóttir,

                                       Sigurgeir Sveinsson, fulltrúi kennara,

                                       Jón Ingi Þrastarson, fulltrúi nemenda.

Forföll boðuðu:               Bergþór Ólason,

                                       Bergþóra Jónsdóttir,

                                       Borghildur Jósúadóttir.


Formaður setti fundinn.

 

1.  Skólastarf á haustönn 2004.

Skólameistari sagði frá starfi haustannar.  Sigurgeir sagði frá samstarfi við Iðnskólann í Reykjavík.

 

2.  Innritun og upphaf vorannar 2005.

Tæplega 560 nemendur (í dag 557) eru skráðir og jafngildir það 553 ársnemum (17,5 ein. pr. önn).  Þessi fjöldi er sambærilegur við síðustu vorönn.  Heimild á fjárlögum fyrir 540 ársnemendur.  Verði aðsókn að skólanum með svipuðum hætti næsta haust og ekki komi til frekari fjárheimild, liggur fyrir að hafna verður einhverjum umsóknum um skólavist fyrir næstu haustönn.

 

3. Bráðabirgðarekstraryfirlit 2004 og fjárhagsáætlun 2005.

Skólameistari lagði fram og kynnti bráðabirgðarekstraryfirlit fyrir árið 2004.  Enn á eftir að fara fram endanlegt uppgjör vegna 2003 og 2004 vegna nemendafjölda.  Gangi þau uppgjör eftir miðað við forsendur skólans er ljóst að rekstraruppgjör skólans er vel viðunandi.

Skólameistari lagði fram og kynnti rekstraráætlun fyrir árið 2005.  Áætlunin gerir ráð fyrir að tekjur skólans og gjöld verði í jafnvægi.  Þó er sá óvissuþáttur fyrir hendi að ósamið er við kennara og fleiri.

 

4. Nýbygging.

Staða framkvæmda.  Fimm nýjar kennslustofur á fyrstu hæð voru teknar í notkun í byrjun vorannar.  Byggingin er á áætlun, bæði tímalega og kostnaðarlega.  Verið er að vinna í 2. hæð.  Sú hæð verður tekinn í notkun næsta haust ásamt tengibyggingu við eldra skólahús.

 

5.  Önnur mál.

 

a)  Lausar kennslustofur.

Skólameistari greindi frá að selja þyrfti ?lausu kennslustofurnar? á skólalóðinni.  Skólanefnd samþykkir að heimila skólameistara að selja þær allar.

 

b)  Framhald framkvæmdasamnings.

Skólanefnd samþykkir að skólameistari skrifi bréf til menntamála­ráðu­neytis og óski  eftir viðræðum um framhald framkvæmdasamnings.

 

c)  Markmið skólastarfs við FVA og niðurstöður mats á einstökum þáttum þess.

Skólameistari kynnti skýrslu þessa efnis.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:35

 

Hólmfríður Sveinsdóttir fundarritari.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00