Fara í efni  

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)

15. fundur 14. júní 2005 kl. 12:00 - 13:30

Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn í fundarherbergi skólans þriðjudaginn 14. júní 2005 kl. 12:00.


Mætt voru:                      Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar,

                                       Hörður Helgason skólameistari,

                                       Atli Harðarson aðstoðarskólameistari,

                                       Bergþór Ólason,

                                       Borghildur Jósúadóttir,

                                       Hólmfríður Sveinsdóttir,

                                       Guðrún G. Halldórsdóttir,

                                       Guðrún Jóhannesdóttir, fulltrúi kennara.


 

Formaður setti fundinn.

 

1.  Skólastarf á vorönn 2005

Skólameistari lagði fram gögn um skólastarfið á vorönn og fór yfir fréttayfirlit, sjá enn frekar fréttir á heimasíðu skólans.

Á vorönn skilaði skólinn um 520 ársnemendun.

 

2.  Innritun fyrir haustönn 2005

Skólameistari fór yfir umsóknir fyrir haustönn og lagði fram yfirlit sem miðast við 7. júní. Innritun er ekki endanlega lokið en skólinn getur tekið á móti 560 ársnemendum á haustönninni.

Boðið er upp á tvær nýjar brautir, Félagsmála- og tómstundabraut og Tölvufræðibraut.

 

3.  Tillaga að hækkun húsaleigu á heimavist

Tillaga um hækkun úr kr. 38.000,- í 43.000,- á önn var samþykkt. Auk húsaleigu er innheimt ?lyklagjald? kr. 2.000,-

 

4.  Stækkun heimavistar.

Skólanefndin samþykkir að fela formanni skólanefndar og skólameistara að vinna áfram með þær hugmyndir sem þegar eru komnar fram.

 

5.  Önnur mál.

Formaður lagði til að stjórnendum skólans verði falið að undirbúa stofnun

?knattspyrnuakademíu? með hliðsjón af byggingu fjölnota íþróttahús á Akranesi.

Skólanefndin samþykkti tillöguna.

 

Fundi slitið kl.13:30

 

Borghildur Jósúadóttir fundarritari

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00