Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)
Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn í fundarherbergi skólans þriðjudaginn 6. september 2005 kl. 12:00.
Mætt voru: Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar,
Hörður Helgason skólameistari,
Atli Harðarson aðstoðarskólameistari,
Bergþóra Jónsdóttir,
Björn Bjarki Þorsteinsson,
Borghildur Jósúadóttir,
Sigurgeir Sveinsson, fulltrúi kennnara.
Forföll boðuðu: Hólmfríður Sveinsdóttir,
Bergþór Ólason.
1. Innritun og fjöldi nemenda á haustönn 2005.
2. september voru skráðir 610 nemendur í skólann. Miðað við venjulegt brottfall verða nemendur á önninni sem samsvarar 562 ársnemendum og ársnemendur 2005 verða þá 540.
Skólanefnd lýsir enn einu sinni yfir áhyggjum sínum með að skólinn fái ekki fjármagn til að taka á móti öllum nemendum sem sóttu um skólavist. Þannig að unnt sé að nýta skólahúsnæðið til fulls.
2. Rekstrarstaða skólans.
Skólameistari lagði fram rekstraryfirlit skólans fyrir fyrstu 7 mánuði ársins. Miðað við yfirlitið er rekstur skólans í jafnvægi og á áætlun.
3. Byggingarmál.
Framkvæmdir við nýbyggingu og endurbætur ganga vel og eru á áætlun. Formaður kynnti fyrstu hugmyndir um stækkun heimavistar. Formanni og skólameistara falið að vinna áfram að málinu.
4. Samstarfsnefnd vegna kjarasamninga kennara.
Fulltrúar skólans í samstarfsnefndinni verða: Hörður Helgason, Atli Harðarson og Samúel Grímsson. Til vara: Þorgeir Jósefsson.
5. Önnur mál
a) Breytingar á starfsliði skólans í upphafi skólaárs 2005 ? 2006.
Eftirtaldir kennarar láta af störfum:
? Atli Rafn Kristinsson
? Gunnar Haukur Kristinsson
? Hörður Ragnarsson
? Sigtryggur Karlsson
Aðrir sem unnu við skólann á síðasta skólaári og láta af störfum eru:
? Fjóla V. Bjarnadóttir og
? Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, sem unnu í mötuneytinu
Eftirtaldir starfsmenn verða í leyfi á skólaárinu:
? Kristbjörg Kjerúlf, starfsmaður í mötuneyti og ræstingum
? Rúna Björk Gísladóttir, starfsmaður á skrifstofu
? Þórólfur Ævar Sigurðsson, íþróttakennari
Kennarar sem koma nýir til starfa eru:
? Ásdís Sigurðardóttir, íþróttakennari sem leysir Þórólf Ævar af
? Elínborg Halldórsdóttir, stundakennari sem kennir ?Skapandi starf?
(SST102) á Félagsmála- og tómstundabraut
? Eydís Aðalbjörnsdóttir, kennari í landafræði
? Ingibjörg Haraldsdóttir, stundakennari sem kennir ?Frístundafræði?
(FRÍ103) á Félagsmála- og tómstundabraut
Aðrir starfsmenn sem ekki voru á síðasta skólaári eru:
? Edda Einarsdóttir, sem leysir Rúnu af á skrifstofu
? Guðmundur Egill Ragnarsson, sem kemur aftur til starfa sem forstöðumaður mötuneytis eftir árs leyfi
? Ísabella Lárusdóttir, kemur til starfa í mötuneyti skólans
b) Skólameistari sagði frá fundi sem hann sat með bæjarráði Borgarbyggðar um hugsanlega stofnun framhaldsskóla í Borgarnesi.
Fundi slitið kl. 13:30.
Borghildur Jósúadóttir fundarritari.