Fara í efni  

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)

17. fundur 31. janúar 2006 kl. 13:00 - 14:00

Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn í fundarherbergi skólans þriðjudaginn 31. janúar 2006.


Mætt voru: Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar,
 Hörður Helgason skólameistari,
 Atli Harðarson, aðstoðarskólameistari,
 Bergþóra Jónsdóttir,
 Björn Bjarki Þorsteinsson,
 Guðrún J. Gunnarsdóttir,
 Ingþór B. Þórhallsson,
 Lárus Ársælsson,
 Steinunn Eik Egilsdóttir.


 

1. Rekstrarniðurstaða 2005
Skólameistari kynnti rekstrarniðurstöðu 2005 í samanburði við áætlun 2005 og rauntölur 2004.  Eftir er að fara í uppgjör við ráðuneytið um einstök mál.

 

2. Restraráætlun 2006
Skólameistari kynnti drög að rekstraráætlun fyrir árið 2006.  Nefndarmenn samþykktu áætlunina sem sýnir 3,2 mkr. rekstrarafgang.  Þetta er nauðsynleg niðurstaða til að mæta kröfu fjármálaráðuneytis og menntamálaráðuneytis um greiðslu 3,0 mkr. upp í eldri skuld skólans við ríkissjóð.

 

3. Skólanámskrá Fjölbrautaskóla Vesturlands
Aðastoðarskólameistari kynnti skólanámskrá Fjölbrautaskóla Vesturlands.  5. útgáfa 2005.  Rætt um einstök atriði hennar s.s. stefnu og sérstöðu skólans.

 

4. Skóladagatal 2005-2006.
Skólameistari kynnti skóladagatal 2005-2006 þar sem uppfyllt er krafa ráðuneytis um 175 skóladaga alls, auk 4 daga utan 9 mánaða tímabils.

 

5. Önnur mál
a) Lögð fram endanleg drög að skólasamningi milli menntamálaráðuneytis og Fjölbrautaskóla Vesturlands 2006-2008.  Formaður fór yfir drögin og ræddi ýmis mál.  Skólanefnd samþykkir að heimila skólameistara og formanni að undirrita skólasamninginn.
b) Rætt um íþróttatengt nám sem hægt verður að bjóða upp á í tengslum við bætta aðstöðu til íþróttaiðkunar á Akranesi.  Skólameistari kynnti málið og mun vinna áfram í því.

 

  Fundi slitið kl. 14:00.

 Lárus Ársælsson fundarritari.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00