Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)
Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn í fundarherbergi skólans miðvikudaginn 15. júní 2006.
Mætt voru: Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar,
Hörður Helgason skólameistari,
Atli Harðarson aðstoðarskólameistari,
Bergþór Ólason,
Bergþóra Jónsdóttir,
Borghildur Jósúadóttir,
Hólmfríður Sveinsdóttir,
Sigurgeir Sveinsson, fulltrúi kennara,
Steinunn Eik Egilsdóttir, fulltrúi nemenda.
1. Skólastarf vorönn 2006.
Rætt almennt um skólastarf á vorönn. Skólameistari lagði fram ?Fréttir af fréttasíðu FVA frá 21. desember 2005? Einnig lagt fram ?Nokkrar tölur í lok vorannar 2006? Þar kom m.a. fram að brottfall nemenda var með mesta móti. Einnig var það nefnt sérstaklega að Fjölbrautaskóli Vesturlands er kominn í samstarf við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Fjölbrautaskóla Snæfellinga um innra gæðamat skólanna. Skólarnari fengu styrk úr Þróunarsjóði framhaldsskóla til þessa verkefnis.
2. Innritun á haustönn 2006.
Fjöldi nemenda sem skráður er í dagskóla á Akranesi, haustönn 2006 eru 634. Nýnemar eru 187 og 63 endurinnritanir.
23 eru með FVA sem varaskóla þar af 18 fæddir 1990)
Nemendur fæddir 1990 eru 160 og (þar af 146 Vestlendingar.
Akurnesiningar fæddir 1990, eru 81 (af 99 eða 82% sem er heldur lægra hlutfall en venjulega).
Borgarbyggð fæddir 1990 eru 32, þar af 26 Borgarnesingar (af 36 eða 72% sem er hærra hlutfall en venjulega)
3. Starfsmannaráðningar.
Hörður Óskar Helgason hefur verið endurráðinn skólameistari til næstu 5 ára. Atli Harðarson hefur verið endurráðinn aðstoðarskólameistari til næstu 5 ára.
Þórólfur Ævar Sigurðsson íþróttakennari, lætur af störfum.
Helgi Magnússon hefur verið ráðinn í hans stað.
Steingrímur Benediktsson hefur verið ráðinn í raungreinakennslu.
Harpa Hreinsdóttir verður í námsleyfi. Afleysingastaða hefur verið auglýst. 9 sóttu um, 2 hættu við, 7 eftir. Umsóknarfrestur er til 18. júní.
4. Breytingar á skólanámsskrá.
Aðstoðarskólameistari fór yfir námskrá FVA og gerði stuttlega grein fyrir sjálfsmati skólans. Fór yfir samskipta- og skólareglur.
5. Breytingar á gjaldskrá.
Skólanefnd samþykkir að heimavistargjald verði kr. 45.000.- auk lykilgjalds kr. 2.000.-
Einnig samþykkir skólanefnd nýja gjaldskrá fyrir mötuneytið.
Hádegisverður:
5 daga vikunnar kr. 50.400.-
4 daga vikunnar kr. 40.800.-
3 daga vikunnar kr. 31.000.-
Kvöldverður:
4 daga vikunnar kr. 36.400.-
3 daga vikunnar kr. 27.900.-
6. Önnur mál.
a) Skólameistari riti Akraneskaupstað bréf og fari fram á að Akraneskaupstaður hafi forgang með endurskoðun samnings sveitarfélaganna sem standa að skólunum vegna sameiningar sveitarfélaga.
b) Formaður skólanefndar fór yfir stöðu nýframkvæmda við skólann.
c) Skólameistari gerði grein fyrir viðræðum um samstarf grunnskólanna hér og FVA.
d) Formaður skólanefndar gerði grein fyrir undirbúningsviðræðum um nýbyggingu fyrir tréiðnaðardeild á lóð skólans.
Fundi slitið kl. 14:28.
Borghildur Jósúadóttir, fundarritari.