Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)
Fundur var haldinn í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands í fundarherbergi skólans fimmtudaginn 30. nóvember 2006 kl. 15:00.
Mætt voru: Hörður Helgason skólameistari,
Atli Harðarson aðstoðarskólameistari,
Bergur Þorgeirsson,
Borghildur Jósúadóttir,
Hómfríður Sveinsdóttir,
Ingunn Viðarsdóttir,
Jón Gunnar Axelsson,
Svala Svavarsdóttir,
Þórdís Þórisdóttir.
1. Frestun til næsta fundar á kosningu formanns, varaformanns, ritara og vararitara.
2. Skólameistari fór yfir samning um Fjölbrautaskóla Vesturlands. Samningurinn hefur verið sendur undirritaður af viðkomandi sveitarfélögum til ráðuneytisins til staðfestingar.
3. Skólastarf á haustönn 2006.
Skólameistari lagði fram upplýsingar um kennslustaði og nemendafjölda einnig um skiptingu nemenda eftir brautum. Að lokum upplýsingar um aldursskiptingu nemenda. Skólameistari kynnti breytingar á skólatíma, nú byrjar skólinn kl. 08:30, þetta er gert til meðal annars að koma til móts við nemendur af Kjalarnesi. Skólameistari fór yfir fréttir af heimasíðu skólans. Hann vakti sérstaka athygli á frétt frá 24. ágúst ?Samstarf við grunnskólana á Akranesi?. Einnig vakti hann athygli á frétt frá 11. september um ?Verk- og framkvæmdaáætlun um sjálfsmat?. Svo er frétt frá 29. nóvember um ?Ný gögn um innra mat?.
4. Framkvæmdir við skólann, staða mála og framtíð.
Skólameistari fór yfir stöðuna í byggingaframkvæmdum við skólann. Mikil ánægja er með framkvæmdir við lóðina, endurnýjunina á kennsluhúsnæði og nýja kennsluhúsnæðið, einkum aðstöðu til kennslu í raungreinum. Framkvæmdum samkvæmt framkvæmdasamningi er um það bil að ljúka. Í frumvarpi til fjárlaga árið 2007 er gert ráð fyrir 23,7 milljónum til að byrja á hönnun og framkvæmdum við nýtt verknámshús.
5. Framlag sveitarfélaga til skólans árið 2007.
Skólameistari lagði fram tillögu um framlög sveitarfélaga til tækjakaupa fyrir verknámsdeildir Fjölbrautaskóla Vesturlands árið 2007. Fulltrúaráðið samþykkti að mæla með því við sveitarfélögin að þau veiti skólanum 3 milljónir til tækjakaupa.
6. Rætt um starfsmannamál, einnig rætt um fjárhagsstöðu skólans, reiknilíkan, nemendafjölda og almennt um stöðu skólans.
Fundi slitið kl. 16:30.
Borghildur Jósúadóttir fundarritari (sign)