Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)
Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn í fundarherbergi skólans miðvikudaginn 6. febrúar 2007 kl. 12:00.
Mætt voru: Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar,
Hörður Helgason skólameistari,
Atli Harðarson aðstoðarskólameistari,
Bergþóra Jónsdóttir,
Hólmríður Sveinsdóttir,
Ingþór B. Þórhallsson,
Sigurgeir Sveinsson, fulltrúi kennara,
Steinunn Eik Egilsdóttir, fulltrúi nemenda.
Formaður skólanefndar setti fundinn, bauð alla velkomna og óskaði nefndarmönnum gleðilegs árs um leið og hann benti þeim á þau tímamót að fyrir 20 árum, í dag var gerður samningur milli sveitarfélaga á Vesturlandi um rekstur skólans og nafni hans breytt úr Fjölbrautaskólinn á Akranesi í Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Bar hann því næst upp fyrsta lið á dagskránni sem var:
1. Rekstrarniðurstöður 2006.
Skólameistari tók til máls og fór yfir rekstrarliði Fjölbrautaskóla Vesturlands í lok árs 2006. Helstu niðurstöður þess eru þær að reksturinn stefnir í að vera lítið eitt jákvæður. Endanlegt uppgjör er væntanlegt.
2. Rekstraráætlun 2007.
Skólameistari lagði fram rekstraráætlun fyrir árið 2007. Benti hann á að óvissuþættir væru í rekstri skólans líkt og áður. Áætlunin verður send til menntamálaráðuneytisins til staðfestingar.
3. Skóladagatal 2006 ? 2007.
Skólameistari lagði fram og útskýrði.
4. Skólastarf á haustönn 2006 og vorönn 2007.
Fyrirliggjandi var yfirlit yfir helstu fréttir af heimasíðu skólans frá haustönn 2006 og til dagsins í dag. Kom þar m.a. fram að 9 nemendur skólans þreyttu sveinspróf í húsasmíði hér á Akranesi með góðum árangri. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem sveinspróf í húsasmíði er haldið hér, en undanfarin ár hafa nemendur farið til Reykjavíkur.
Góður árangur hefur fengist með framboði á dreifnámi sem boðið er upp á í húsasmíði, á sjúkraliðabraut og á viðskiptabraut. Þetta fyrirkomulag hentar vel þeim sem vilja stunda nám með vinnu.
5. 30 ára afmæli skólans.
Undirbúningur að afmælishaldinu er hafinn en eftir er að fullskipa nefnd sem kemur að afmælishaldinu. Skólanefndinni er ætlað að finna a.m.k. einn fulltrúa í þá nefnd fyrir næsta fund.
6. Önnur mál.
Formaður skólanefndar greindi frá stöðu mála gagnvart nýrri byggingu fyrir tréiðngreinar á lóð skólans.
Fundi slitið kl. 13:30.
Ingþór B. Þórhallsson fundarritari.