Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)
Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn í fundarherbergi skólans fimmtudaginn 12. júní 2008 kl. 12:00.
Mætt voru: Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar
Hörður Helgason skólameistari,
Atli Harðarson aðstoðarskólameistari,
Bergþóra Jónsdóttir,
Borghildur Jósúadóttir,
Ingþór Þórhallsson.
Forföll boðuðu: Bergþór Ólason,
Björn Bjarki Þorsteinsson.
1. Innritun fyrir haustönn 2008
Heildartala nýnema 197, þar af 137 úr 10. bekk. Umsóknir um heimavist eru 84 og 20 umsóknir því á biðlista.
Skólameistari lagði fram yfirlit frétta af vefsíðu skólans og einnig annál sem aðstoðarskólameistari flutti við skólaslitin. Einnig var lagt fram yrirlitsblað um fjölda tíma og eininga á vorönn 2008.
Skólameistari lagði fram rekstraryfirlit FVA og fór yfir það. Nemendaígildi voru 11 fleiri en fjárheimildir gerðu ráð fyrir á vorönn. Nauðsynlegt að sækja auknar tekjur vegna þess,
Formaður skólanefndar gerði grein fyrir stöðu framkvæmda og öruggt er að húsið verði tilbúið fyrir byrjun haustannar.
a) Þekkingarsetur í málmiðnaði
Aðstoðarskólameistari gerði grein fyrir verkefninu og upplýsti að verkefnið hefur fengið styrk frá Vaxtarsamningi Vesturlands.
Ákveðið að hækka leiguna á haustönn um kr. 4.000 og verður gjaldið þá kr. 49.000 á önn.
Rúna Björk Gísladóttir, fulltrúi á skrifstofu verður í fæðingarorlofi í eitt ár og í hennar stað kemur Bryndís Gylfadóttir. Þröstur Þór Ólafsson fer í fæðingarorlof á haustönn. Bjarnveig Ingvarsdóttir fer í námsleyfi og fyrir hana kemur Leó Jóhannesson. Þjóðbjörn Hannesson kemur til baka úr veikindaleyfi.
Fundi slitið kl. 13:45.