Fara í efni  

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)

24. fundur 12. júní 2008 kl. 12:00 - 13:45

Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn í fundarherbergi skólans fimmtudaginn 12. júní 2008 kl. 12:00.

 


Mætt voru:                    Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar

                                      Hörður Helgason skólameistari,

                                      Atli Harðarson aðstoðarskólameistari,

                                      Bergþóra Jónsdóttir,

                                      Borghildur Jósúadóttir,

                                      Ingþór Þórhallsson.

 

Forföll boðuðu:                 Bergþór Ólason,

                                      Björn Bjarki Þorsteinsson. 


1.  Innritun fyrir haustönn 2008

Heildartala nýnema 197, þar af 137 úr 10. bekk.  Umsóknir um heimavist eru 84 og 20 umsóknir því á biðlista.

 2.   Skólastarf á vorönn 2008

Skólameistari lagði fram yfirlit frétta af vefsíðu skólans og einnig annál sem aðstoðarskólameistari flutti við skólaslitin.  Einnig var lagt fram yrirlitsblað um fjölda tíma og eininga á vorönn 2008.

 3.    Rekstrarstaða skólans

Skólameistari lagði fram rekstraryfirlit FVA og fór yfir það.  Nemendaígildi voru 11 fleiri en fjárheimildir gerðu ráð fyrir á vorönn.  Nauðsynlegt að sækja auknar tekjur vegna þess,

 4.     Bygging verknámshússins

Formaður skólanefndar gerði grein fyrir stöðu framkvæmda og öruggt er að húsið verði tilbúið fyrir byrjun haustannar.

 5.   Önnur mál

 a)  Þekkingarsetur í málmiðnaði

Aðstoðarskólameistari gerði grein fyrir verkefninu og upplýsti að verkefnið hefur fengið styrk frá Vaxtarsamningi Vesturlands.

 b)   Húsaleiga á heimavist

Ákveðið að hækka leiguna á haustönn um kr. 4.000 og verður gjaldið þá kr. 49.000 á önn.

 c)   Starfsmannahald

Rúna Björk Gísladóttir, fulltrúi á skrifstofu verður í fæðingarorlofi í eitt ár og í hennar stað kemur Bryndís Gylfadóttir.  Þröstur Þór Ólafsson fer í fæðingarorlof á haustönn.  Bjarnveig Ingvarsdóttir fer í námsleyfi og fyrir hana kemur Leó Jóhannesson.  Þjóðbjörn Hannesson kemur til baka úr veikindaleyfi. 

                                                Fundi slitið kl. 13:45.

                                                 Borghildur Jósúadóttir fundarritari.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00