Fara í efni  

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)

25. fundur 23. september 2008 kl. 12:00 - 14:00

Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn í fundarherbergi skólans þriðjudaginn 23. september 2008. 


Mætt voru:       Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar

                       Bergþóra Jónsdóttir,

                       Borghildur Jósúadóttir,

                       Hörður Helgason skólameistari,

                       Atli Harðarson aðstoðarskólameistari,

                       Eva Laufey Hermannsdóttir, áheyrnarfulltrúi nemenda,

                       Ragnheiður Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi foreldara,

                       Sigurgeir Sveinsson, árheyrnarfulltrúi kennara.

 

Forföll boðuðu:  Bergþór Ólason,

                       Hólmfríður Sveinsdóttir. 


Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 1.   Skólastarf á haustönn 2008.

Skólameistari lagði fram lista yfir breytingar á starfsliði skólans og sagði frá byrjun annarinnar, m.a. frá nýnemadegi sem er nýbreytni.  Tekið var sérstaklega á móti nýnemum og fóru þau m.a. í ratleik um skólann og fóru í allar deildir hans.  Dagurinn  tókst mjög vel að sögn hans og verður því framhaldið.  Nýnemar fóru síðan í ferð vestur í Reykjanes við Ísafjarðardjúp.  Fóru á miðvikudegi og komu aftur seinnipartinn á föstudegi.  Skólameistari kom aðeins inn á bann við busavígslu og sagði frá því að nemendafélagið hefði haldið upp á afmæli félagsins með grilluðum pylsum og skemmtun á sal skólans þar sem voru tónlistaratriði.  Skólameistari lagði fram gögn um skiptingu nema eftir brautum og yfirlitsblað yfir hvaðan nemendur koma.  Skólameistari útskýrði gögnin og svaraði fyrirspurnum. 

2.   Rekstrarstaða mötuneytis skólans fyrstu 8 mánuði.

Eins og staðan er núna liggur fyrir að halli er á rekstri mötuneytisins.  Til að bregðast við því leggur nefndin til að hækka matarverðið um það bið 10% á því sem eftir er að innheimta á þessari önn.  Þessi tillaga var samþykkt.  Matarverð í mötuneytinu hækkaði síðast fyrir upphaf haustannar 2006, lækkaði svo eftir að virðisaukaskattur á matvæli var lækkaður í mars 2007. 

3.  Rekstrarstaða skólans fyrstu 8 mánuði skólans.

Skólameistari leggur fram yfirlit yfir rekstrarstöðu skólans fyrstu 8 mánuðina.  Flestir liðir á áætlun nema launaliðurinn sem var vitað mál vegna síaukins fjölda nemenda.

 4.  Rekstrarstaða heimavistar fyrir 8 mánuði ársins.

Skólameistari leggur fram yfirlit.  Staðan í jafnvægi miðað við áætlun.  Nokkrar umræður urðu um húsaleigu á heimavist. 

5.  Verknámshús trésmíðadeildar ? staða mála.

Húsið var tekið formlega í notkun 12. september á afmælisdegi skólans.  Margir gestir komu, m.a. þingmenn og sveitarstjórnarmenn.  Húsið er tilbúið og er það glæsilegasta á landinu.

6.  Önnur mál.

Skólameistari sagði að þetta væri síðasti fundur þessarar skólanefndar.  Nefndin fundaði fyrst 20. október 2004.  Hann fór yfir hverngi nefndin er skipuð.  Það er menntamálaráðherra sem skipar skólanefnd til fjögurra ára.  Þrír fulltrúar eru skipaðir án tilnefningar og tveir fulltrúar skv. tilnefningu sveitarfélaga.  Auk þeirra sitja stjórnendur skólans fundi nefndarinnar sem og áheyrnarfulltrúar kennara, nemenda og foreldra.  Áheyrnarfulltrúi foreldra kom inn í nefndina fyrst núna í kjölfar nýrra laga um framhaldsskóla.  Áheyrnarfulltrúar sitja í nefndinni eitt ár í senn.  Skólameistari þakkaði nefndarmönnum samstarfið síðustu fjögur ár.  Ragnheiður, áheyrnarfulltrúi foreldra, sagði frá fundi sem hún fór á um forvarnir í framhaldsskólum í tengslum við verkefnið ?Náum áttum?.  Hún sagði frá því m.a. hvernig skólaböll fara fram í Garðabæ, þar er áfengi bannað á böllum og nemendur þar, sem fara á böll, eru látnir blása í blöðrur og nemendur fá ekki að fara á böll undir áhrifum áfengis.  Nokkrar umræður urðu um þessi mál.  Borghildur spurði hvort hægt sé að virkja umsjónartímann betur og lífsleiknitímana.  Góðar umræður urðu um þessi mál.  Eva Laufey, formaður nemendafélagsins sagði frá félagslífi nemenda og starfi nemendafélagsins.  Þar kom m.a. fram að í næsta umsjónartíma verði allir klúbbar félagsins með fundi fyrir nemendur. 

Formaður slítur fundi og þakkar fyrir samstarfið og sagðist m.a. hafa verið 24 ár í skólanefnd. 

   Sigurgeir Sveinsson, fundarritari.

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00