Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

14. fundur 18. september 2001 kl. 17:15 - 19:00

14. fundur skólanefndar Akraness haldinn í Brekkubæjarskóla, þriðjudaginn 18. sept  2001 kl. 17:15.

Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
 Ingibjörg Barðadóttir,
 Jensína Valdimarsdóttir, ritari
 Jónas Ottósson
 Sigrún Árnadóttir
 Ingileif Daníelsdóttir, fulltrúi kennara
 Lilja Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri
 Sigþóra Ársælsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri
Hrönn Ríkharðsdóttir, skólastjóri
 

Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir og Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi

Fyrir tekið:

1. Ingi Steinar Gunnlaugsson bauð fundarmenn velkomna í nýja byggingu Brekkubæjarskóla
Skólastefna Brekkubæjarskóla ? kynning. Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri og Ingvar Ingvarsson aðstoðarskólastjóri kynntu  nýja skólastefnu Brekkubæjarskóla. Guðbjörg Árnadóttir og Dóra Valsdóttir, deildarstjórar kynntu hugmyndafræðina sem liggur að baki hinni nýju skólastefnu en þær ásamt Ingvari Ingvarssyni sóttu námskeið þess efnis ¨Lífsleikni á 21. öld¨ hjá Íslensku menntasamtökunum 7. ? 10. ágúst s.l.
 

2. Þróunarverkefni. Móðurmálsnám nemenda með málþroskafrávik. Sigurveig Sigurðardóttir, sálfræðingur kynnti þróunarverkefni sem hún ásamt Hafdísi Ásgeirsdóttur og Ragnheiði Þóru Grímsdóttur unnu, með styrk frá Menntamálaráðuneytinu.

3. Önnur mál. 
Næsti fundur er boðaður á leikskólanum Vallarseli miðvikudaginn 17. október kl. 17:15


Fleira ekki gert, fundi slitið.  Að fundi loknum skoðuðu fundarmenn nýja viðbyggingu við skólann ásamt þeim endurbótum sem gerðar hafa verið á eldra húsnæði skólans


Undirritun fundarmanna:

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00