Skólanefnd (2000-2008)
17. fundur skólanefndar Akraness haldinn í Grundaskóla, Stillholti 16-18 þriðjudaginn 11. desember 2001 kl. 17:15.
Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
Jensína Valdimarsdóttir
Ingibjörg Barðadóttir,
Jónas Ottósson,
Sigrún Árnadóttir,
Margrét Þorvaldsdóttir, fulltrúi kennara
Ingileif Daníelsdóttir, fulltrúi kennara
Lilja Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri
Droplaug Einarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
Katrín Barðadóttir, fulltrúi leikskólakennara
Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri
Hrönn Ríkharðsdóttir, skólastjóri
Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir.
Gestir fundarins: Katrín Leifsdóttir, Hjördís Hjartardóttir kennarar við Grundaskóla, Helga Kvam og Ragnar Skúlason kennarar við Tónlistarskólann á Akranesi auk nemenda.
Fyrir tekið:
1. Málefni grunnskóla. Í upphafi fundar fluttu tveir hópar nemenda úr Tónlistarskólanum á Akranesi tónlist. Fyrri hópurinn spilaði á flautur undir stjórn Helgu Kvam og síðari hópurinn lék á fiðlur undir stjórn Ragnars Skúlasonar. Eru þeim færðar bestu þakkir.
Hjördís Hjartardóttir kynnti síðan þróunarverkefni sem verið er að vinna á unglingstiginu í Grundaskóla. Verkefnið er undir kjörorðinu : Meiri metnaður ? magnaðri nemendur. Markmiðið með verkefninu er að útbúa verkefni fyrir nemendur sem ekki fá nægilega ögrandi verkefni í daglegu starfi. 14 nemendur taka þátt í 9. og 10. bekk. Fyrst var farið í hópeflisútilegu, síðan farin í kynnisferð í Norðurál, síðan verður farið í Sementsverksmiðjuna og Járnblendiverksmiðjuna. Verkefnið tengist samfélagsfræði, náttúrufræði og efnafræði. Verkefnið stendur í 6-10 vikur, 4 klst á viku. Í lokin verður sýning á vinnu nemenda. Skólinn hefur fengið góðar viðtökur hjá fyrirtækjunum.
Katrín Leifsdóttir kynnti þróunarverkefni í lífsleikni í Grundaskóla. Lífsleikni er nýtt fag í aðalnámskrá grunnskóla og ekki var kennsluáætlun fyrir hendi í skólanum. Á námskeiði í haust voru unnar bekkjarnnámskrár sem kynntar hafa verið foreldrum. Framundan er að halda fyrirlestur fyrir foreldra um lífsleikni. Unnið hefur verið skipurit vegna verkefnisins og helstu áherslur í lífsleikni í Grundaskóla.
Katrín og Hjördís kynntu svo verkefni sem á að hefjast eftir áramót. Þá verður hætt að kaupa skólamjólkurfernur og keypt í þess stað ?beljur?. Reiknað verður með betri nýtingu á mjólkinni. Jafnframt verður bannað að koma með með fernur í skólann. Einnig verður boðið upp á kalt vatn.
Ingi Steinar gerði grein fyrir nokkrum atriðum varðandi starfið í Brekkubæjarskóla í vetur og dreifði upplýsingum þar að lútandi. Miklar breytingar hafa verið á starfinu. Fyrst er að telja nýtt húsnæði, nýr kjarasamningur og einsetning. Einnig ný störf og fleira starfsfólk þ.e. fleiri gangaverðir, deildarstjórar, námsráðgjafi og matráður í nemendamötuneyti. Á sama tíma hefur skólinn verið að takast á við nýja skólastefnu ?Góður og fróður?. Ingi Steinar gerði að umtalsefni að gagngert mat þurfi að eiga sér stað á því hvernig til hefur tekist með alla þessa hluti það sem af er vetrar. Framundan eru eftirtalin verkefni: Ljúka starfslýsingum, ljúka skólanámskrá, gera endurmenntunaráætlun, gera áætlanir um sjálfsmat og vinna að umhverfisáætlun fyrir skólann. Einnig er áhugi á að koma á tengslum við erlenda skóla í gegnum Comenius og einnig er áhugi á að fara í námsferð í vor. Nokkrar umræður urðu um vetrarfrí.
Ingi Steinar sagði frá því að 8. bekkur sem vann ferð til Sörvogs er ný kominn heim eftir mjög vel heppnaða ferð. Von er á heimsókn frá bekk úr Sörvogi í vor.
Minnt er á heimasíður grunnskólanna.
2. Önnur mál. Formaður kynnti bréf sem skólanefnd hefur borist frá bæjarritara og meðfylgjandi bréf frá menntamálaráðuneytinu þar sem kynntar eru breytingar á lögum og reglugerð um leikskóla.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Undirritun fundarmanna: