Skólanefnd (2000-2008)
29. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal, Stillholti 16-18 miðvikudaginn 30. apríl 2003 kl. 17:30.
Mætt á fundi: Björn S. Lárusson, formaður
Eydís Aðalbjörnsdóttir,
Ingþór B. Þórhallsson,
Jónas H. Ottósson, varaformaður
Sigrún Ríkharðsdóttir,
Guðbjörg Gunnarsdóttir, leikskólaskólastjóri
Aðalheiður M. Þráinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla
Ólöf Linda Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
Auk þess Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi og Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs sem ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Tillaga að tímabundinni lausn í leikskólamálum fyrir árgang 2001.
Formaður kynnti hugmynd að tímabundinni lausn til að leysa biðlistavanda. Tillagan gengur út á að eins konar leikskólasel yrði sett á laggirnar í Grundaskóla frá og ágúst mánuði og þar til viðbygging verður tilbúin, væntanlega í febrúar á næsta ári. Upplýst var að málið hefur verið lauslega rædd á starfsmannafundi á Vallarsel og starfsmenn ákveðnir í að þessi lausn geti gengið. Meiri hluti skólanefndar styður þessa lausn. Eydís Aðalbjörnsdóttir og Ingþór B. Þórhallsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.
2. Stöðumat og næstu skref í leikskólauppbyggingu.
Ljóst er að þrátt fyrir þær aðgerðir sem ráðist yrði í með tilkomu leikskólasels í Grundaskóla þá komast ekki öll börn inn í leikskóla sem fædd eru á árinu 2001. Reiknað hefur verið út að kostnaður við að greiða niður gjald til dagmæðra fyrir þennan hóp frá tveggja ára aldri þannig að gjald hjá dagmóður yrði það sama og leikskólagjald. Kostnaður er áætlaður um 1,6 milljónir að því gefnu að öll börn sem eru á biðlista verði hjá dagmæðrum. Björn varpaði fram þeirri hugmynd að kalla þyrfti saman til fundar starfsfólks leikskólanna og foreldra þar sem framtíðarsýn í leikskólamálum yrði rædd.
3. Tillaga að breytingu á verklagsreglum sem snýr að inntöku af biðlista.
Fram eru komnar tvær tillögur að breytingu á verklagsreglum. Annars vegar að börn verði tekin inn eftir aldri en ekki eftir tímasetningu á umsókn. Hins vegar að forgangur að leikskólavist afnuminn. Það merkir að t.d. hjúskaparstaða foreldra skiptir ekki máli. Forgangur verður einungis til vegna sértækra aðstæðna barna. Skólanefnd styður þessar breytingar og vísar málinu áfram til bæjarráðs. Þessar breytingar taki gildi frá og með 1. september.
4. Önnur mál.
· Fyrirkomulag vitnisburðar í grunnskólanum. Málinu var frestað frá síðasta fundi. Skólanefnd er fylgjandi því að kennsla verði ekki felld niður vegna foreldraviðtala. Hins vegar telur skólanefnd sér ekki fært að heimila styttingu á skólaárinu um tvo daga sbr. framkomna tillögu frá aðstoðarskólastjóra Grundaskóla. Skólanefnd er tilbúin til frekari viðræða við skólastjóra um málið ef óskað er eftir því. Sigrún Ríkharðsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
· Sumarlokanir leikskóla. Eydís gerði fyrirspurn um hvort ekkert hefði verið hugað að því hvort og hvaða vanda það skapaði að loka gæsluvellinum og hvor sumarlokanir leikskólanna skapi þá ekki vanda fyrir foreldra. Sigrún gerði grein fyrir því að aðsókn að gæsluvellinum hefði minnkað á hverju sumri. Leikskólastjóri og leikskólakennari upplýstu að þetta virtist ekki skapa vandamál fyrir foreldra.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50