Skólanefnd (2000-2008)
53. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 16. nóvember 2005 kl. 17:15.
Mætt á fundi: Jóhanna Hallsdóttir, formaður
Jónas H. Ottósson, varaformaður
Sigrún Ríkharðsdóttir
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Áheyrnarfulltrúar Guðbjörg Gunnarsdóttir, leikskólastjóri
Guðríður Sigurjónsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla
Klara Gunnarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
Einnig sat
Fyrir tekið:
1. Stoðþjónusta leikskólanna.
Sálfræðingar sérfræðiþjónustu Sigurveig Sigurðardóttir og Birgir Þór Guðmundsson byrjuðu á að gera grein fyrir nokkrum tölulegum staðreyndum úr starfinu. Á skólaárinu 2004-2005 voru 58 einstaklingsmál til meðferðar, þar af 34 ný einstaklingsmál. Skólinn er stærsti tilvísandi eða í 85% tilvika. Foreldrar vísa í 12% tilvika. Málefni drengja eru eru fleiri en stúlkna eða 57% á móti 43%. Mál og málþroski er algengasta ástæða tilvísunar (29) og næst algengasta tilvísunarástæða er vegna hegðunarvanda (14). Sálfræðingar gerðu einnig grein fyrir hvernig vinnu þeirra er háttað í einstaklingsmálum.
Á fundinn mættu sérkennslustjórar í leikskólunum þe.
2. Önnur mál.
Ekkert lá fyrir undir liðnum önnur mál.
Fundi slitið kl. 19:10.