Skólanefnd (2000-2008)
61. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, mið
Mætt á fundi: Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður
Ólöf Linda Ólafsdóttir
Ásgeir Hlinason
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Hjördís Árnadóttir
Áheyrnarfulltrúar Auður Hrólfsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri Grundaskóla
Guðrún Guðbjarnadóttir, fulltrúi kennara
Sigríður Ellen Blummenstein, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
Fundinn sat einnig Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri og skrifaði fundargerð.
Formaður skólanefndar bauð nýja skólanefnd velkomna til starfa sem og áheyrnarfulltrúa.
Fyrir tekið:
1. Ráðning skólastjóra við Brekkubæjarskóla.
Þrjár umsóknir bárust um starfið.
Eftirtaldir sóttu um starfið:
Arnbjörg Stefándóttir kt. 100166-4379
Róbert Örvar Ferdinandsson kt. 3300672-5589
Valgarður Lyngdal Jónsson kt. 140972-3399
Róbert hefur ekki kennslureynslu á grunnskólastigi en í lögum nr. 86/1998 er gerð krafa um að þeir sem gegna stöðu skólastjóra grunnskóla hafi tveggja ára kennslureynslu á grunnskólastigi. Umsóknin er því ekki tæk.
Hinir tveir umsækjendur voru boðaðir til viðtals við fulltrúa skólanefndar og sviðsstjóra og haft var samband við umsagnaraðila.
Niðurstaða skólanefndar er að báðir umsækjendur séu hæfir.
Skólanefnd mælir með því við bæjarráð að Arnbjörg Stefánsdóttir verði ráðin skólastjóri við Brekkubæjarskóla frá 1. ágúst n.k.
2. Önnur mál.
-
Samræmd próf í 10. bekk. Skólastjórar gerðu grein niðurstöðum samræmdra prófa í vor. Í Brekkubæjarskóla voru einkunnir eftirfarandi: Danska 5,9 (6,2) Enska 6,9 (6,7) Íslenska 6,4 (6,5) Náttúrufræði 5,7 (6,1) Samfélagsfræði 5,8 (6,1) Stærðfræði 5,6 (5,5) Meðaltalseinkunnir fyrir landið eru í sviga. Í Grundaskóla voru einkunnir eftirfarandi: Danska 6,2 Enska 6,6 Íslenska 6,3 Náttúrufræði 5,7 Samfélagsfræði 6,0 Stærðfræði 5,8. Auður upplýsti að fyrirhugað er að kenna náttúrufræði 10. bekkjar í FVA næsta skólaár og munu kennarar FVA sjá um kennsluna.
-
Áætlaður fjöldi í grunnskólunum næsta skólaár. Í Grundaskóla verða 26 bekkjardeildir og miðað við stöðuna núna eru 509 nemendur skráðir. Allar kennslustofur eru nýttar utan ein sem er nýtt er af iðjuþjálfa. Í Brekkkubæjarskóla verða 23 bekkjardeildir og 426 nemendur skráðir um þessar mundir. Allar bekkjarstofur eru fullnýttar og og mikil notkun á salnum.
-
HBSC könnun gerð af Háskólanum á Akureyri. Könnunin nær til nemenda í 6., 8. og 10. bekk og náði til alls landsins. Helga dreifði skýrslunni og vakti athygli á niðurstöðum um líðan grunnskólanemenda og tíðni eineltis en fram kemur að tíðni eineltis er minni og líðan betri hjá nemendum í umræddum bekkjum borið saman við önnur landssvæði. Sama er upp á teningnum þegar nemendur meta eigin lífsgæði.
Fundi slitið kl. 17:30