Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

75. fundur 15. maí 2008 kl. 18:00 - 18:25

75. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsalnum fimmtudaginn 15. maí  2008 kl. 18:00.


 

Mætt á fundi:            Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður

                                 Ingþór B. Þórhallsson, varaformaður

                                 Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir

                                 Ingibjörg Valdimarsdóttir,                                

Áheyrnarfulltrúar:

Sigurður A. Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri Grundaskóla

Valgarður L. Jónsson, aðstoðarskólastjóri Brekkubæjarskóla

Björg Jónsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra

Ásta Huld Jónsdóttir, fulltrúi leikskólastarfsfólks

Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara

Sigurveig Kristjánsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara

Hjördís Grímarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna

Valdís Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna                        

Fundinn sat einnig  Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð. 


 1. Skóladagatal 2008 ? 2009. Fyrir fundinum liggur tillaga að skóladagatali vegna skólaársins 2008 -2009. Gert er ráð fyrir að grunnskólarnir hefjist 22. ágúst og að skólaslit verði 5. júní.  Gert er ráð fyrir vetrarfríi 20., 21. og 22. október. Skóladagatalið hefur farið til umfjöllunar hjá foreldraráðum, nemendaráðum og kennarafundum í báðum grunnskólunum og hlotið staðfestingu þeirra. Skólanefnd staðfestir skóladagatalið fyrir sitt leyti. Skólanefnd telur tímabært að nemendum í 1. ? 4. bekk, sem þess óska, standi til boða skóladagvistartilboð á viðtalsdögum og skipulagsdögum og óskar eftir að skólastjórar undirbúi slíka þjónustu vegna næsta vetrar. Skólanefnd mun vinna að stefnumótun í samráði við hagsmunaaðila um aðalatriði skóladagatals til lengri tíma. Stefnumótunin verður hluti af skólastefnu kaupstaðarins.

Starfsfólk Grundaskóla hefur óskað eftir því að færa til tvo skipulagsdaga þannig að þeir komi í framhaldi af vetrarfríi. Starfsfólkið hyggst nota vetrarfrí og skipulagsdagana til að fara í náms- og kynnisferð til BNA í tengslum við innleiðingu Uppbyggingarstefnunnar. Skólanefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti þar sem kennsludagar nemendanna skerðast ekki.

2. Önnur mál.

Skólanefnd hefur borist bréf frá leikskólanum Vallarseli þar sem óskað er eftir að taka saman tvo skipulagsdaga í tengslum við námsferð starfsfólks til Svíþjóðar dagana 22., -24. apríl. Skólanefnd samþykkir ósk Vallarsels þar sem einungis er um tilfærslu skipulagsdaga að ræða.    

Skólanefnd óskar leikskólanum Vallarseli til hamingju með styrk sem leikskólinn fékk frá Þróunarsjóði leikskóla vegna verkefnisins ?Heimspeki og tónlist.

Skólanefnd vill þakka Gunnari Frey Hafsteinssyni fyrir góð störf sem fulltrúi í skólanefnd en hann hefur látið af störfum.

Næsti fundur skólanefndar verður 21. maí  kl. 18:00

  

Fleira ekki gert fundi slitið kl.  18:25

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00