Skólanefnd (2000-2008)
75. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsalnum fimmtudaginn 15. maí 2008 kl. 18:00.
Mætt á fundi: Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður
Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir
Ingibjörg Valdimarsdóttir,
Áheyrnarfulltrúar:
Sigurður A. Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri Grundaskóla
Valgarður L. Jónsson, aðstoðarskólastjóri Brekkubæjarskóla
Björg Jónsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra
Ásta Huld Jónsdóttir, fulltrúi leikskólastarfsfólks
Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara
Sigurveig Kristjánsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara
Hjördís Grímarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
Valdís Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
Fundinn sat einnig
Starfsfólk Grundaskóla hefur óskað eftir því að færa til tvo skipulagsdaga þannig að þeir komi í framhaldi af vetrarfríi. Starfsfólkið hyggst nota vetrarfrí og skipulagsdagana til að fara í náms- og kynnisferð til BNA í tengslum við innleiðingu Uppbyggingarstefnunnar. Skólanefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti þar sem kennsludagar nemendanna skerðast ekki.
2. Önnur mál.
Skólanefnd hefur borist bréf frá leikskólanum Vallarseli þar sem óskað er eftir að taka saman tvo skipulagsdaga í tengslum við námsferð starfsfólks til Svíþjóðar dagana 22., -24. apríl. Skólanefnd samþykkir ósk Vallarsels þar sem einungis er um tilfærslu skipulagsdaga að ræða.
Skólanefnd óskar leikskólanum Vallarseli til hamingju með styrk sem leikskólinn fékk frá Þróunarsjóði leikskóla vegna verkefnisins ?Heimspeki og tónlist.
Skólanefnd vill þakka Gunnari Frey Hafsteinssyni fyrir góð störf sem fulltrúi í skólanefnd en hann hefur látið af störfum.
Næsti fundur skólanefndar verður 21. maí kl. 18:00
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18:25